Tiger var greinilega við öllu búinn. Fór úr skónum og sokkunum, skellti sér í regnbuxur og óð út í vatnið með níu járn í hendinni. Sló listavel aftur upp á braut og lokaði svo holunni með parpútti.
"Boltinn var aðeins hálfur í kafi þannig að ég get beitt einhvers konar sprengjuskoti. Það gekk eftir," sagði Tiger.
Tiger er jafn öðrum í 61. sæti en hann lék fyrsta hring mótsins á pari. Hann er sex höggum á eftir Camilo Villegas sem er efstur.