Top Gear móðgar enn einn hópinn Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2013 11:00 Birti mynd af dauðri mús sem ekið hafði verið óvart yfir og móðgaði með því PETA. Listinn yfir fólk, samtök og heilu þjóðirnar sem Jeremy Clarkson úr Top Gear hefur móðgað í þáttunum gegnum tíðina virðist endalaus. Á honum eru Mexíkó, kristnir, Múslimar, ríkisstjórn Rúmeníu, umhverfissinnar, konur, Pólland, Skotland, skátar, Kaþólikkar, Tesla, Englendingar, fjölskylduráðgjafar, stéttarfélög, Indverjar, Walesverjar, fatlaðir, krabbameinssjúkir, blökkumenn, bandaríska þjóðin og tölvuhakkarar. En nú hefur Clarkson bætt einum samtökum á þennan lista, þ.e. PETA dýraverndunarsamtökunum, sem eru reyndar nokkuð auðmóðguð. Samtökin hafa fordæmt mynd sem Clarkson setti á Twitter af dauðri mús sem ekið hafði verið óvart yfir við þáttagerð Top Gear í Rússlandi. Líklega mun annar hópur fólks einnig vera sármóðgaður yfir annarri mynd sem Clarkson setti á Twitter. Á henni sést borð þakið glösum, öskubakki og logandi sígaretta. Sá hópur sem gæti móðgast yfir þessu er þá væntanlega baráttuhópur fyrir því að borð séu notuð undir mat og að fólk eigi rétt á því að borða og drekka án sígarettureyks. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent
Birti mynd af dauðri mús sem ekið hafði verið óvart yfir og móðgaði með því PETA. Listinn yfir fólk, samtök og heilu þjóðirnar sem Jeremy Clarkson úr Top Gear hefur móðgað í þáttunum gegnum tíðina virðist endalaus. Á honum eru Mexíkó, kristnir, Múslimar, ríkisstjórn Rúmeníu, umhverfissinnar, konur, Pólland, Skotland, skátar, Kaþólikkar, Tesla, Englendingar, fjölskylduráðgjafar, stéttarfélög, Indverjar, Walesverjar, fatlaðir, krabbameinssjúkir, blökkumenn, bandaríska þjóðin og tölvuhakkarar. En nú hefur Clarkson bætt einum samtökum á þennan lista, þ.e. PETA dýraverndunarsamtökunum, sem eru reyndar nokkuð auðmóðguð. Samtökin hafa fordæmt mynd sem Clarkson setti á Twitter af dauðri mús sem ekið hafði verið óvart yfir við þáttagerð Top Gear í Rússlandi. Líklega mun annar hópur fólks einnig vera sármóðgaður yfir annarri mynd sem Clarkson setti á Twitter. Á henni sést borð þakið glösum, öskubakki og logandi sígaretta. Sá hópur sem gæti móðgast yfir þessu er þá væntanlega baráttuhópur fyrir því að borð séu notuð undir mat og að fólk eigi rétt á því að borða og drekka án sígarettureyks.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent