Toyota GT-86 tekur ofan Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2013 09:47 Fyrstu myndir af blæjuútfærslu sportbílsins Toyota GT-86 eru nú komnar fram í dagsljósið, hvort sem það er viljandi gert eður ei. Bíllinn verður opinberlega sýndur á bílasýningunni í Genf eftir fáeina daga. Blæjubíllinn hefur greinilega fengið mun stærri felgur og dekk og er með aftursæti sem eru svo til gagnslaus af myndunum að dæma og gætu gagnast smáhundi. Innréttingin er með tvítóna leðri og að því er virðist dokku fyrir iPod eða iPhone ofan á mælaborðinu. Bílinn verður hægt að fá með 6 gíra sjálfskiptingu, þó svo búast megi við því að flestir kjósi hann áfram með beinskiptingunni, eins og sönnum sportbíl sæmir. Blæjan er rafdrifin og stelur miklu plássi af aftursætunum, eins og í flestum blæjubílum. Venjulegur Toyota GT-86 er fallegur bíll en svona topplaus er hann enn fallegri. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent
Fyrstu myndir af blæjuútfærslu sportbílsins Toyota GT-86 eru nú komnar fram í dagsljósið, hvort sem það er viljandi gert eður ei. Bíllinn verður opinberlega sýndur á bílasýningunni í Genf eftir fáeina daga. Blæjubíllinn hefur greinilega fengið mun stærri felgur og dekk og er með aftursæti sem eru svo til gagnslaus af myndunum að dæma og gætu gagnast smáhundi. Innréttingin er með tvítóna leðri og að því er virðist dokku fyrir iPod eða iPhone ofan á mælaborðinu. Bílinn verður hægt að fá með 6 gíra sjálfskiptingu, þó svo búast megi við því að flestir kjósi hann áfram með beinskiptingunni, eins og sönnum sportbíl sæmir. Blæjan er rafdrifin og stelur miklu plássi af aftursætunum, eins og í flestum blæjubílum. Venjulegur Toyota GT-86 er fallegur bíll en svona topplaus er hann enn fallegri.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent