Hagaskóli slær í gegn Ellý Ármanns skrifar 17. mars 2013 09:45 Myndir/Heiðdís Einarsdóttir Meðfylgjandi myndir tók Heiðdís Einarsdóttir baksviðs hjá nemendum Hagaskóla sem hafa slegið í gegn með söngleikinn Konungur ljónanna í leikstjórn Sigríðar Birnu Valsdóttur leiklistarkennara við skólann en tónlistarstjóri er Björn Thorarensen. Uppselt hefur verið á allar sýningarnar og aukasýningarnar að sama skapi."Við byrjuðum að vinna að þessu verkefni snemma í haust og æfingar hófust í október. Það taka yfir 100 krakkar í 8.-10. bekk þátt í sýningunni á einn eða annan hátt, en 71 taka beinan þátt í sýningunni eða 50 leikarar sem dansa, syngja og leika og svo eru 21 nemandi í hljómsveitinni. Yfir 30 nemendur hafa svo tekið þátt í leikmynd, búningum, ljósum, hljóði, förðun, hári, hönnun á leikskrá og veggspjaldi og ýmsu fleiru," segir Sigríður.En búningarnir í sýningunni - þeir eru vægast sagt glæsilegir? "Allir búningar sýningarinnar, yfir 100 búningar eru saumaðir eða föndraðir af nemendum undir leiðsögn Gunnhildar Ólafsdóttur myndlistarkennara við skólann, auk þess sem foreldrar voru duglegir að koma og aðstoða," Sigríður."Handritið var unnið úr kvikmyndinni og Broadway söngleiknum og við notum nær öll lögin úr Broadway söngleiknum, ég held við sleppum tveimur – þremur lögum. Árni Friðriksson kennari við skólann þýddi handritið og söngtextana, nema þá texta sem eru í kvikmyndinni, við notum þýðingu Ólafs Hauks á þeim," segir Sigríður.Þetta er áttundi söngleikurinn sem Sigríður Birna setur upp með nemendum skólans frá því árið 2004.Heimasíða Hagaskóla.Myndir/Heiðdís EinarsdóttirÍ sýningunni eru 11 stór dansatriði og það eru nemendur úr leikarahópnum sem hafa samið dansana.Mikið af lögum í sýningunni er á afríska tungumálinu Zulu og því þurftu krakkarnir að læra að syngja lög sem voru þeim mjög framandi.Björn Thorarensen og hljómsveitin eru hér að bíða eftir að ganga inn í sýningarsalinn rétt áður en sýningin hefst. Menning Skroll-Lífið Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Meðfylgjandi myndir tók Heiðdís Einarsdóttir baksviðs hjá nemendum Hagaskóla sem hafa slegið í gegn með söngleikinn Konungur ljónanna í leikstjórn Sigríðar Birnu Valsdóttur leiklistarkennara við skólann en tónlistarstjóri er Björn Thorarensen. Uppselt hefur verið á allar sýningarnar og aukasýningarnar að sama skapi."Við byrjuðum að vinna að þessu verkefni snemma í haust og æfingar hófust í október. Það taka yfir 100 krakkar í 8.-10. bekk þátt í sýningunni á einn eða annan hátt, en 71 taka beinan þátt í sýningunni eða 50 leikarar sem dansa, syngja og leika og svo eru 21 nemandi í hljómsveitinni. Yfir 30 nemendur hafa svo tekið þátt í leikmynd, búningum, ljósum, hljóði, förðun, hári, hönnun á leikskrá og veggspjaldi og ýmsu fleiru," segir Sigríður.En búningarnir í sýningunni - þeir eru vægast sagt glæsilegir? "Allir búningar sýningarinnar, yfir 100 búningar eru saumaðir eða föndraðir af nemendum undir leiðsögn Gunnhildar Ólafsdóttur myndlistarkennara við skólann, auk þess sem foreldrar voru duglegir að koma og aðstoða," Sigríður."Handritið var unnið úr kvikmyndinni og Broadway söngleiknum og við notum nær öll lögin úr Broadway söngleiknum, ég held við sleppum tveimur – þremur lögum. Árni Friðriksson kennari við skólann þýddi handritið og söngtextana, nema þá texta sem eru í kvikmyndinni, við notum þýðingu Ólafs Hauks á þeim," segir Sigríður.Þetta er áttundi söngleikurinn sem Sigríður Birna setur upp með nemendum skólans frá því árið 2004.Heimasíða Hagaskóla.Myndir/Heiðdís EinarsdóttirÍ sýningunni eru 11 stór dansatriði og það eru nemendur úr leikarahópnum sem hafa samið dansana.Mikið af lögum í sýningunni er á afríska tungumálinu Zulu og því þurftu krakkarnir að læra að syngja lög sem voru þeim mjög framandi.Björn Thorarensen og hljómsveitin eru hér að bíða eftir að ganga inn í sýningarsalinn rétt áður en sýningin hefst.
Menning Skroll-Lífið Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira