Hofsá ein af dómkirkjum stangveiðinnar Kristján Hjálmarsson skrifar 14. mars 2013 16:30 Sasha Savic við veiðar í Hofsá. Skjámynd af Sportsman Channel Bandaríska sjónvarpsstöðin Sportsman Channel heimsótti Hofsá í Vopnafirði síðasta sumar. Ánni er lýst sem einni af dómkirkjum stangveiðinnar. „Laxveiðar gætu verið liðin tíð eftir tíu til tuttugu ár ef við gætum okkar ekki," segir Sasha Savic, forstjóri fjölmiðlafyrirtækisins MedicaCom, sem heimsótti Hofsá ásamt hópi tökumanna frá sjónvarpsstöðinni Sportsman Channel. Hópurinn kom hingað til lands til að kynna sér fluguveiði og íslenskar laxveiðiár. Þátturinn, Fly Fishing the World, verður sýndur á besta tíma á laugardaginn sjónvarpsstöðinni. Í þættinum ræðir Savic meðal annars við Orra Vigfússon leigutaka Hofsár. Savic hann hefur lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn netaveiðum á Atlantshafslaxinum og það var því ekki nema von að hann og Orri ættu skap saman. Það er óhætt að segja að Savic hafi hrifist af Hofsá.„Fyrsti laxinn minn var 24 pund og síðan þá hef ég ekki reynt við neitt annað," segir Savic meðal annars í þættinum. Og hann heldur varla vatni yfir fegurð Hofsár. „Það er eitthvað öðruvísi við þessa á. Ef veiðar væru trúarbrögð hlýtur þessi á að vera ein af dómkirkjunum," segir Savic. „Það er ekkert sem jafnast á við þetta. Þetta er eins gott og það gerist." Sportsman Channel fór í loftið árið 2003 en fjórum árum síðar keypti InterMedia Outdoors Holding-félagið stöðina. Í ágúst 2008 keypti hún Barrett-framleiðslufyrirtækið en það er framarlega í umfjöllun um útivist, ævintýra- og sportveiðiþáttagerð. Forsvarsmenn Sportsman Channel lýstu því yfir árið 2009 að fyrirtækið myndi framleiða og sýna 100 þætti tengdum útivist og sportveiðum síðasta fjórðung þess árs. Þátturinn verður sem fyrr sýndur á Sportsman Channel á laugardaginn kemur og hefst klukkan 21.00. Hann verður síðan endursýndur 18. og 23. mars. Hér má finna tengil á síðu Sportsman Channel. Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði
Bandaríska sjónvarpsstöðin Sportsman Channel heimsótti Hofsá í Vopnafirði síðasta sumar. Ánni er lýst sem einni af dómkirkjum stangveiðinnar. „Laxveiðar gætu verið liðin tíð eftir tíu til tuttugu ár ef við gætum okkar ekki," segir Sasha Savic, forstjóri fjölmiðlafyrirtækisins MedicaCom, sem heimsótti Hofsá ásamt hópi tökumanna frá sjónvarpsstöðinni Sportsman Channel. Hópurinn kom hingað til lands til að kynna sér fluguveiði og íslenskar laxveiðiár. Þátturinn, Fly Fishing the World, verður sýndur á besta tíma á laugardaginn sjónvarpsstöðinni. Í þættinum ræðir Savic meðal annars við Orra Vigfússon leigutaka Hofsár. Savic hann hefur lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn netaveiðum á Atlantshafslaxinum og það var því ekki nema von að hann og Orri ættu skap saman. Það er óhætt að segja að Savic hafi hrifist af Hofsá.„Fyrsti laxinn minn var 24 pund og síðan þá hef ég ekki reynt við neitt annað," segir Savic meðal annars í þættinum. Og hann heldur varla vatni yfir fegurð Hofsár. „Það er eitthvað öðruvísi við þessa á. Ef veiðar væru trúarbrögð hlýtur þessi á að vera ein af dómkirkjunum," segir Savic. „Það er ekkert sem jafnast á við þetta. Þetta er eins gott og það gerist." Sportsman Channel fór í loftið árið 2003 en fjórum árum síðar keypti InterMedia Outdoors Holding-félagið stöðina. Í ágúst 2008 keypti hún Barrett-framleiðslufyrirtækið en það er framarlega í umfjöllun um útivist, ævintýra- og sportveiðiþáttagerð. Forsvarsmenn Sportsman Channel lýstu því yfir árið 2009 að fyrirtækið myndi framleiða og sýna 100 þætti tengdum útivist og sportveiðum síðasta fjórðung þess árs. Þátturinn verður sem fyrr sýndur á Sportsman Channel á laugardaginn kemur og hefst klukkan 21.00. Hann verður síðan endursýndur 18. og 23. mars. Hér má finna tengil á síðu Sportsman Channel.
Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði