Toyota i-Road dansar á Rívíerunni Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2013 11:45 Er aðeins 85 sentimetra breiður og hallar sér vel í beygjur með nýrri tækni. Þriggja hjóla rafmagnssmábíllinn sem Toyota kynnti á bílasýningunni í Genf nýlega virðist hið skemmtilegast tæki og ætti að henta vel í þröngri borgarumferðinni víða á meginlandi Evrópu því hann er ekki nema 85 sentimetra breiður. Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir hann á sér sínar bestu hliðar og hreinlega dansar um götur einnar suðrænnar franskrar borgar. Fara þar saman fjórir i-Road bílar og mjög lunknir bílstjórar þeirra. Athyglivert er að sjá hversu mikið bílarnir halla inní beygjur, sem tryggir með því stöðugleika þeirra, en að sögn Toyota er það að þakka nýrri "Active Lean"-tækni sem þeir hafa þróað. Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent
Er aðeins 85 sentimetra breiður og hallar sér vel í beygjur með nýrri tækni. Þriggja hjóla rafmagnssmábíllinn sem Toyota kynnti á bílasýningunni í Genf nýlega virðist hið skemmtilegast tæki og ætti að henta vel í þröngri borgarumferðinni víða á meginlandi Evrópu því hann er ekki nema 85 sentimetra breiður. Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir hann á sér sínar bestu hliðar og hreinlega dansar um götur einnar suðrænnar franskrar borgar. Fara þar saman fjórir i-Road bílar og mjög lunknir bílstjórar þeirra. Athyglivert er að sjá hversu mikið bílarnir halla inní beygjur, sem tryggir með því stöðugleika þeirra, en að sögn Toyota er það að þakka nýrri "Active Lean"-tækni sem þeir hafa þróað.
Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent