Golf

Pútterinn hennar mömmu að slá í gegn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
D.A. Points.
D.A. Points. Mynd/Nordic Photos/Getty
Bandaríkjamaðurinn D.A. Points er með eins höggs forystu eftir fyrsta daginn á Houston Open golfmótinu en það gekk ekki vel hjá Rory McIlroy í tilraun sinni til að endurheimta efsta sæti heimslistans af Tiger Woods. Tiger tók fyrsta sætið af McIlroy á mánudaginn.

D.A. Points lék fyrstu 18 holurnar á 64 höggum eða átta höggum undir pari en í öðru sæti eru þeir Cameron Tringale og John Rollins.

D.A. Points er að nota gamlan pútter sem hann tók af mömmu sinni og það er heldur betur að skila sér. Hann fékk fugl á fyrstu fimm holum dagsins og þurfti bara 1,4 pútt að meðaltali á holu. D.A. Points fékk níu fugla og einn skolla á hringnum.

Rory McIlroy lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari og er í 88. sæti eftir fyrsta dag. Hann er því strax orðin níu höggum á eftir efsta manni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×