Subaru WRX í glænýju útliti Finnur Thorlacius skrifar 29. mars 2013 11:45 Verður bæði með forþjöppu og keflablásara. Einn alvinsælasti ódýri kraftabíllinn sem í boði hefur verið lengi er Subaru Impreza WRX. Hann var upphaflega framleiddur til þátttöku í rallakstri en í kjölfarið boðinn almenningi sem sannarlega tók honum vel. Nú er hann kominn í nýjan búning og gerbreytt útlit hans var kynnt á bílasýningunni í New York, sem nú stendur yfir.. Vandinn við að greina frá honum er sá að útlit hans var kynnt, en fátt annað. Eitt fylgdi þó sögunni, en þak bílsins er úr koltrefjum sem lækkar þyngdarpunkt bílsins, sem var æði lágt áður með sinni Boxer vél. Með því léttist hann einnig, sem alltaf er gott. Vélin er áfram forþjöppudrifin en nú fær hún einnig keflablásara, en ekki fylgir hestaflatala sögunni. Að aftan sést að hann er með tvö útblatursop, sem gefið gæti til kynna mikið afl. Dekkin eru stór undir bílnum, þ.e. í númerinu 245 sem vefjast kringum 20 tommu felgur. Það ætti ekki að skorta veggripið. Ekki er vitað hvenær áhugasamir geta farið að munda veskið, en vonandi verður það sem fyrst. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent
Verður bæði með forþjöppu og keflablásara. Einn alvinsælasti ódýri kraftabíllinn sem í boði hefur verið lengi er Subaru Impreza WRX. Hann var upphaflega framleiddur til þátttöku í rallakstri en í kjölfarið boðinn almenningi sem sannarlega tók honum vel. Nú er hann kominn í nýjan búning og gerbreytt útlit hans var kynnt á bílasýningunni í New York, sem nú stendur yfir.. Vandinn við að greina frá honum er sá að útlit hans var kynnt, en fátt annað. Eitt fylgdi þó sögunni, en þak bílsins er úr koltrefjum sem lækkar þyngdarpunkt bílsins, sem var æði lágt áður með sinni Boxer vél. Með því léttist hann einnig, sem alltaf er gott. Vélin er áfram forþjöppudrifin en nú fær hún einnig keflablásara, en ekki fylgir hestaflatala sögunni. Að aftan sést að hann er með tvö útblatursop, sem gefið gæti til kynna mikið afl. Dekkin eru stór undir bílnum, þ.e. í númerinu 245 sem vefjast kringum 20 tommu felgur. Það ætti ekki að skorta veggripið. Ekki er vitað hvenær áhugasamir geta farið að munda veskið, en vonandi verður það sem fyrst.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent