Tískuheimurinn gæti lært ýmislegt af íslenskum fatahönnuðum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. mars 2013 09:30 Tískuvefurinn Fashionista.com birti grein í vikunni sem lofsamar hugsjónir og samstöðu íslenskra fatahönnuða. Jo Piazza, blaðamaður þar á bæ, var stödd hérlendis fyrir skömmmu þar sem hún fylgdist með Reykjavík fashion Festival og lét vel af dvölinni. Í greininni talar Piazza um sterka stöðu Íslendinga í kvenréttindabaráttunni og nefnir nokkrum sinnum að hér á landi hafi fyrsti kvenforseti heims verið kosinn. Hún er hrifin af sjálfstæði og sjálfsöryggi íslenskra kvenna og hvernig íslensk fatahönnun ýtir undir það. „Á Íslandi erum við konurnar mjög sjálfstæðar og ákveðnar. Við erum einfaldlega stoltar af því að vera konur", sagði Una Hlín, yfirhönnuður Andersen & Lauth í samtali við hana, en hún segist hafa haft þá hugsun að leiðarljósi þegar hún hannaði línuna sem sýnd var á RFF.Una Hlín, yfirhönnuður Andersen & Lauth.Elínrós Líndal og Katrín María Káradóttir, stofnendur ELLU, segjast hafa fengið nóg af skilaboðum úr tískuheiminum til kvenna um að þær væru ekki nógu grannar eða ungar. Þær ákváðu því að taka málin í sínar hendur og hófu að hanna fatnað fyrir konur á framabraut sem hafa ekkert til að skammast sín fyrir.Elínrós Líndal.Piazza var mikið baksviðs á RFF og segir að andúmsloftið hafi einkennst af sameiginlegri virðingu og kurteisi. Hlutum sem mætti vera meira af á stóru tískuvikunum. Greinina má lesa í heild sinni hér. RFF Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Tískuvefurinn Fashionista.com birti grein í vikunni sem lofsamar hugsjónir og samstöðu íslenskra fatahönnuða. Jo Piazza, blaðamaður þar á bæ, var stödd hérlendis fyrir skömmmu þar sem hún fylgdist með Reykjavík fashion Festival og lét vel af dvölinni. Í greininni talar Piazza um sterka stöðu Íslendinga í kvenréttindabaráttunni og nefnir nokkrum sinnum að hér á landi hafi fyrsti kvenforseti heims verið kosinn. Hún er hrifin af sjálfstæði og sjálfsöryggi íslenskra kvenna og hvernig íslensk fatahönnun ýtir undir það. „Á Íslandi erum við konurnar mjög sjálfstæðar og ákveðnar. Við erum einfaldlega stoltar af því að vera konur", sagði Una Hlín, yfirhönnuður Andersen & Lauth í samtali við hana, en hún segist hafa haft þá hugsun að leiðarljósi þegar hún hannaði línuna sem sýnd var á RFF.Una Hlín, yfirhönnuður Andersen & Lauth.Elínrós Líndal og Katrín María Káradóttir, stofnendur ELLU, segjast hafa fengið nóg af skilaboðum úr tískuheiminum til kvenna um að þær væru ekki nógu grannar eða ungar. Þær ákváðu því að taka málin í sínar hendur og hófu að hanna fatnað fyrir konur á framabraut sem hafa ekkert til að skammast sín fyrir.Elínrós Líndal.Piazza var mikið baksviðs á RFF og segir að andúmsloftið hafi einkennst af sameiginlegri virðingu og kurteisi. Hlutum sem mætti vera meira af á stóru tískuvikunum. Greinina má lesa í heild sinni hér.
RFF Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira