Tískuvikan í Tokyo er nýlega afstaðin. Þar kenndi ýmissra grasa, enda eru japanir þekktir fyrir einstaka litagleði og frumleika í klæðaburði. Líkt og á stóru tískuvikunum var ekki síður skemmtilegt að fylgjast með tískudívunum á götum úti heldur en sýningunum sjálfum. Ljósmyndarinn Hbnam tók þessar litríku og skemmtilegu myndir fyrir Style.com.