Íslenska fyrisætan Sigrún Eva Jónsdóttir gekk sýningarpallana fyrir hinn virta hönnuð Oscar de la Renta í Mexíkóborg í vikunni. Um er að ræða tískuviðburðinn Gala Moda Nexel sem haldin er árlega í borginni, en hönnuðurinn frægi sýndi þar resort línu fyrir komandi vor- og sumar. Þess má geta að Victoria's Secret engillinn og ofurfyrirsætan Candice Swanepoel gekk fyrir de la Renta við sama tilefni í fyrra.
Sigrún Eva glæsileg á sýningunni.Það virðist allt vera upp á við hjá Sigrúnu í tískuheiminum, en Vísir greindi nýlega frá því að hún hefði landað auglýsingaherferð fyrir bandaríska skórisann Steve Madden. Þá hefur hún birst á síðum tískutímaritsins Cosmopolitan og verið mynduð fyrir H&M.