Flokkur manna kemur Ásgarðshúsinu í stand Trausti Hafliðason skrifar 26. mars 2013 18:43 Útsýnið af verönd veiðihússins við Ásgarð í Soginu. Mynd / Trausti Hafliðason Veiðihús með fallegra útsýni en húsið við Ásgarð á bökkum Sogsins er vandfundið. Veiðifélagið Lax-á, sem keypti Ásgarð á 181 milljón króna í fyrra, er nú svo gott sem búið að gera upp húsið. „Flokkur manna og kvenna hefur að undanförnu verið að stöfum í Ásgarðshúsinu á bökkum Sogsins," segir á vef Lax-á. „Kominn var tími á andlitslyftingu á húsinu og var vel í lagt í þetta skiptið. Húsið að var allt málað að innan í hólf og gólf, öll húsgögn endurnýjuð og herbergin parketlögð. Einnig var eldhúsinnrétting tekin í gegn og innréttingar á öllum baðherbergjum endurnýjaðar og ný blöndunartæki sett á hvert þeirra. Eins áttu sér stað allsherjar þrif og hefur húsið örugglega sjaldan verið eins hreint og snyrtilegt og það er nú." Samkvæmt upplýsingum á vef Lax-á á verður húsið málað með vorinu og borið á palla. Vorveiðin í Ásgarði hefst á mánudaginn, 1. apríl. Enn er töluvert laust og geta menn fundið lausa daga á vefnum agn.is. Þess má geta að fram til 20. júní fylgir veiðihúsið í Ásgarði með silungasvæðinu og kostar stöngin 8.500 krónur.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Veiðihús með fallegra útsýni en húsið við Ásgarð á bökkum Sogsins er vandfundið. Veiðifélagið Lax-á, sem keypti Ásgarð á 181 milljón króna í fyrra, er nú svo gott sem búið að gera upp húsið. „Flokkur manna og kvenna hefur að undanförnu verið að stöfum í Ásgarðshúsinu á bökkum Sogsins," segir á vef Lax-á. „Kominn var tími á andlitslyftingu á húsinu og var vel í lagt í þetta skiptið. Húsið að var allt málað að innan í hólf og gólf, öll húsgögn endurnýjuð og herbergin parketlögð. Einnig var eldhúsinnrétting tekin í gegn og innréttingar á öllum baðherbergjum endurnýjaðar og ný blöndunartæki sett á hvert þeirra. Eins áttu sér stað allsherjar þrif og hefur húsið örugglega sjaldan verið eins hreint og snyrtilegt og það er nú." Samkvæmt upplýsingum á vef Lax-á á verður húsið málað með vorinu og borið á palla. Vorveiðin í Ásgarði hefst á mánudaginn, 1. apríl. Enn er töluvert laust og geta menn fundið lausa daga á vefnum agn.is. Þess má geta að fram til 20. júní fylgir veiðihúsið í Ásgarði með silungasvæðinu og kostar stöngin 8.500 krónur.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði