Audi hefur ekki undan að framleiða A6 og A7 Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2013 10:15 Mestu munar um mikla eftirspurn eftir þeim í Bandaríkjunum. Bæta hefur þurft við vöktum í verksmiðju Audi í Neckarsulm í Þýskalandi svo hafa megi undan mikilli eftirspurn í A6 og A7 bílana. Audi hefur framleitt 2.600 fleiri bíla af þessum tveimur gerðum það sem af er ári en áætlanir stóðu til um. Verksmiðjan í Neckarsulm er næststærsta verksmiðja Audi, eftir þeirri í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Það er ekki síst vegna mikillar eftirspurnar í Bandaríkjunum sem Audi hefur þurft að auka framleiðslu sína. Sala þangað af A6 og A7, auk S-gerða beggja bílanna telur 3.915 stykki það sem af er ári. Sala Audi bíla gengur svo vel á þessu ári að hún er aðeins rétt undir sölu BMW, en það var ekki í plönum Audi að ná BMW í sölu fyrr en við enda áratugarins. Audi er bæði að stækka verksmiðju sína í Ungverjalandi og byggja nýja í Foshan í Kína, sem opnar í ár. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent
Mestu munar um mikla eftirspurn eftir þeim í Bandaríkjunum. Bæta hefur þurft við vöktum í verksmiðju Audi í Neckarsulm í Þýskalandi svo hafa megi undan mikilli eftirspurn í A6 og A7 bílana. Audi hefur framleitt 2.600 fleiri bíla af þessum tveimur gerðum það sem af er ári en áætlanir stóðu til um. Verksmiðjan í Neckarsulm er næststærsta verksmiðja Audi, eftir þeirri í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Það er ekki síst vegna mikillar eftirspurnar í Bandaríkjunum sem Audi hefur þurft að auka framleiðslu sína. Sala þangað af A6 og A7, auk S-gerða beggja bílanna telur 3.915 stykki það sem af er ári. Sala Audi bíla gengur svo vel á þessu ári að hún er aðeins rétt undir sölu BMW, en það var ekki í plönum Audi að ná BMW í sölu fyrr en við enda áratugarins. Audi er bæði að stækka verksmiðju sína í Ungverjalandi og byggja nýja í Foshan í Kína, sem opnar í ár.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent