Aðaldalurinn ofar öllu 23. mars 2013 10:09 Höfundur kastar á Presthyl. (Allar myndir úr safni höfundar) Á dögunum sendi Orri Vigfússon okkur á Veiðivísi frásögn sem birtist í erlendu sérriti um stangveiði þar sem hann var krafinn um svar við erfiðri spurningu. Hvar myndir þú verja þínum síðasta degi við veiði. Svo gott fannst Veiðivísi efnið að ákveðið var að krefja fleiri forfallna veiðimenn um svar við þessari grundvallarspurningu, sem berar svo fullkomlega hvað menn sækjast eftir við bakkann. Þóri Grétar (Björnsson) þarf ekki að kynna fyrir mörgum sem veiða á stöng. Hér á eftir fer frásögn hans: AÐALDALURINN OFAR ÖLLU Það er erfitt að gera upp á milli Stóru-Laxár og Laxár í Aðaldal. Báðar státa árnar af stórkostlegu umhverfi en þó eru varla til meiri andstæður í íslenskri náttúru. Ég ætla þó að velja Aðaldalinn og það eru fyrst og fremst bændur og búalið í dalnum sem ráða því. Það er einstök upplifun og í raun forréttindi að hafa fengið að kynnast þessu fólki frá 1993 þegar ég byrjaði fyrst að veiða í Presthvamminum. Þá gistum við í tjaldi á árbakkanum og það snjóaði á okkur fyrsta kvöldið og ég túlkaði það bara sem svo að fall væri fararheill því dagurinn eftir við ána var dásamlegur. Okkur var tekið opnum örmum af heimafólki og venjan öll næstu ár var að kíkja í kaffi til Möttu í Presthvammi tilað ræða málin. Þennan hinsta dag minn í veiði vildi ég að sjálfsögðu vera með besta veiðifélaga mínum, Nökkva Svavarssyni, og helst hafa bróður hans og makkerinn hans líka innan seilingar. Við veiðum jú saman þarna núna á Nessvæðinu einu sinni á sumri. Ég myndi samt vilja veiða í Presthvamminum líka því þar kynntist ég fyrst Aðaldalnum fyrir 20 árum. Presthvammurinn er stórkostlegur staður, fremur stutt svæði en fjölbreytt. Kannski væri best að veiða í Nesi frá morgni fram undir kvöld en fara þá í Presthvamminn þegar dottið væri á logn og algjör kyrrð væri yfir öllu. Þá er ólýsanlega gaman að veiða þar. Við myndum rísa úr rekkju árla dags en færum þó ekki að neinu óðslega, allt hefur sinn tíma. Þægilegt spjall í bítið er ósköp notalegt og morgunmaturinn yrði látlaus, kaffi og ristað brauð með marmelaði. Nökkvi fengi að ráða hvar við byrjuðum veiðar í Nesi og hann myndi velja vaðlinn í Presthyl. Síðan tækjum við bátinn til að veiða efri hlutann. Að venju værum við snyrtilega klæddir með bindi og sixpensara í virðingarskyni við umhverfið og fólkið í sveitinni. Það er algjör skylda í þessum ferðum okkar. Leiðsögumaðurinn væri Krauni og kæmi ekkert annað til greina því yndislegri mann er varla hægt að hafa með sér við veiðar, ekki bara sem leiðsögmann heldur einnig sem félaga. Að hafa heimamann með sér á þessum slóðum er ómetanlegt til að upplifa þetta umhverfi og sögu þess. Flugurnar sem ég hef með mér þennan síðasta dag eru Skuggi og Gosi frá Haugnum, þyngdar Sunray Shadow og Black Ghost (tvær síðastnefndu eru frábærar á strippinu í Presthvamminum). Svo er ég líka með úrval flugna frá Pétri Steingrímssyni, eins og Munroe Killer, Sallý, Metallicu og að sjálfsögðu uppáhaldið mitt frá honum, Night Hawk. Flugan Matta yrði að sjálfsögðu með líka. Eftir dýrðarstundir við nokkra vel valda veiðistaði yrði blásið til "happy hour" við Vitaðsgjafa. Það eru ógleymanlegar stundir þegar við veiðifélagarnir hittumst þar, dekkum borð og fáum okkur kræsingar að hætti höfðingja úr hópnum. Um kvöldið væri það svo Presthvammur þar sem mér þykir alltaf svo gott að koma. Að loknum hinsta veiðidegi horfi ég dreymnum augum yfir dalinn og hvísla "Aðaldalur über alles" og Nökkvi segir "amen" á eftir efninu. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Á dögunum sendi Orri Vigfússon okkur á Veiðivísi frásögn sem birtist í erlendu sérriti um stangveiði þar sem hann var krafinn um svar við erfiðri spurningu. Hvar myndir þú verja þínum síðasta degi við veiði. Svo gott fannst Veiðivísi efnið að ákveðið var að krefja fleiri forfallna veiðimenn um svar við þessari grundvallarspurningu, sem berar svo fullkomlega hvað menn sækjast eftir við bakkann. Þóri Grétar (Björnsson) þarf ekki að kynna fyrir mörgum sem veiða á stöng. Hér á eftir fer frásögn hans: AÐALDALURINN OFAR ÖLLU Það er erfitt að gera upp á milli Stóru-Laxár og Laxár í Aðaldal. Báðar státa árnar af stórkostlegu umhverfi en þó eru varla til meiri andstæður í íslenskri náttúru. Ég ætla þó að velja Aðaldalinn og það eru fyrst og fremst bændur og búalið í dalnum sem ráða því. Það er einstök upplifun og í raun forréttindi að hafa fengið að kynnast þessu fólki frá 1993 þegar ég byrjaði fyrst að veiða í Presthvamminum. Þá gistum við í tjaldi á árbakkanum og það snjóaði á okkur fyrsta kvöldið og ég túlkaði það bara sem svo að fall væri fararheill því dagurinn eftir við ána var dásamlegur. Okkur var tekið opnum örmum af heimafólki og venjan öll næstu ár var að kíkja í kaffi til Möttu í Presthvammi tilað ræða málin. Þennan hinsta dag minn í veiði vildi ég að sjálfsögðu vera með besta veiðifélaga mínum, Nökkva Svavarssyni, og helst hafa bróður hans og makkerinn hans líka innan seilingar. Við veiðum jú saman þarna núna á Nessvæðinu einu sinni á sumri. Ég myndi samt vilja veiða í Presthvamminum líka því þar kynntist ég fyrst Aðaldalnum fyrir 20 árum. Presthvammurinn er stórkostlegur staður, fremur stutt svæði en fjölbreytt. Kannski væri best að veiða í Nesi frá morgni fram undir kvöld en fara þá í Presthvamminn þegar dottið væri á logn og algjör kyrrð væri yfir öllu. Þá er ólýsanlega gaman að veiða þar. Við myndum rísa úr rekkju árla dags en færum þó ekki að neinu óðslega, allt hefur sinn tíma. Þægilegt spjall í bítið er ósköp notalegt og morgunmaturinn yrði látlaus, kaffi og ristað brauð með marmelaði. Nökkvi fengi að ráða hvar við byrjuðum veiðar í Nesi og hann myndi velja vaðlinn í Presthyl. Síðan tækjum við bátinn til að veiða efri hlutann. Að venju værum við snyrtilega klæddir með bindi og sixpensara í virðingarskyni við umhverfið og fólkið í sveitinni. Það er algjör skylda í þessum ferðum okkar. Leiðsögumaðurinn væri Krauni og kæmi ekkert annað til greina því yndislegri mann er varla hægt að hafa með sér við veiðar, ekki bara sem leiðsögmann heldur einnig sem félaga. Að hafa heimamann með sér á þessum slóðum er ómetanlegt til að upplifa þetta umhverfi og sögu þess. Flugurnar sem ég hef með mér þennan síðasta dag eru Skuggi og Gosi frá Haugnum, þyngdar Sunray Shadow og Black Ghost (tvær síðastnefndu eru frábærar á strippinu í Presthvamminum). Svo er ég líka með úrval flugna frá Pétri Steingrímssyni, eins og Munroe Killer, Sallý, Metallicu og að sjálfsögðu uppáhaldið mitt frá honum, Night Hawk. Flugan Matta yrði að sjálfsögðu með líka. Eftir dýrðarstundir við nokkra vel valda veiðistaði yrði blásið til "happy hour" við Vitaðsgjafa. Það eru ógleymanlegar stundir þegar við veiðifélagarnir hittumst þar, dekkum borð og fáum okkur kræsingar að hætti höfðingja úr hópnum. Um kvöldið væri það svo Presthvammur þar sem mér þykir alltaf svo gott að koma. Að loknum hinsta veiðidegi horfi ég dreymnum augum yfir dalinn og hvísla "Aðaldalur über alles" og Nökkvi segir "amen" á eftir efninu. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði