Hrygningarstofninn sá minnsti í sögunni Svavar Hávarðsson skrifar 22. mars 2013 02:31 Við Presthyl í Laxá í Aðaldal. Er ástæða til að hafa áhyggjur, eftir allt saman? mynd/Ingimundur Bergsson „Ef við horfum á þróun í laxastofninum, þá hefur Alþjóða hafrannsóknaráðið reiknað það út hvað stóran hrygningarstofn við þurfum fyrir okkar ár í heild sinni. Það er talið að við þurfum um 27 þúsund eins árs laxa og 3.500 tveggja ára fiska. Þegar við horfum á það sem er eftir í ánum; metna stofna fyrir veiði að frádregnum aflanum þá erum við undir þessu lágmarki í fyrra fyrir eins árs laxinn en á mörkunum hvað varðar tveggja ára laxinn. Þetta er það sem veiðistjórnunin þarf að snúast um og menn ættu að taka tillit til, [...] Hrygningarstofninn er sá minnsti sem við höfum séð hingað til." Svo komst Guðni Guðbergsson, sérfræðingur á Veiðimálastofnun,að orði á ársfundi Veiðimálastofnunar á þriðjudag en þeir Sigurður Már Einarsson fóru yfir stöðuna á íslenska laxastofninum. Þar var enn og aftur rennt í gegnum veiðitölur síðasta sumars, sem allir vilja sennilega hætta að hugsa um þegar svo stutt er í nýtt veiðitímabil. Árnar En það er eitt og annað sem vert er að geta. Guðni tók saman tölfræði þar sem veiddum hafbeitarlöxum var sleppt og leiðrétt fyrir löxum sem sleppt var aftur, til að nálgast samanburð fyrri ára. Niðurstaða Guðna var einfaldlega sú að árið 2012 er minnsta veiði sem við höfum nokkurn tíman séð, og setti hann viðmið sitt við árið 1974. Þó er vitað að nær miklu aftar í tíma, eins og rætt hefur verið um aftur og aftur. Guðni sagði að 66% af öllum stórlaxi hafi verið sleppt í fyrra, en hlutfall slepptra smálaxa var lægra en fyrri ár. Guðni minntist á kuldaskeiðið um árið 1980 og þær breytingar sem því fylgdu. Þá kom samdráttur í kjölfarið á bæði smáum og stórum laxi, en þegar hlýnaði aftur náði smálaxinn sér á strik öfugt við tveggja ára fiskinn. „Það virðast hafa orðið fasaskipti í sjónum, sem komið hefur fram í átustofnum og laxastofnum í öðrum löndum, og þarna urðu tímamótabreytingar." Hlýnun loftslags, nefndi Guðni, sem dæmi um þær breytingar sem við og laxinn erum að glíma við. Laxinn gengur fyrr, en það sýna tölur úr veiðibókum. Guðni tók dæmi af Norðurá og Hofsá þar sem í ljós kom að þegar 50% af sumarveiðinni er náð, hefur það færst sífellt fyrr á sumarið. Munar það töluverðu. Hlýnunin kemur einnig fram í því að seiði eru að ganga fyrr til sjávar, yngri og smærri, en áður. Til dæmis í Elliðaánum. Það getur þýtt meiri afföll. Í Laxá í Aðaldal voru seiði að ganga til sjávar, áður fyrr, þriggja ára og talsvert af fjögurra ára seiðum, en núna eru það tveggja ára seiði að langstærstum hluta. Áin er því að framleiða megnið af sínum seiðum á tveimur árum sem er gríðarleg breyting frá því sem áður var. Guðni sagði jafnframt um seiðabúskapinn að vísitölur hafa verið í, eða yfir, meðaltali svo ekkert bendir til að það sé seiðafjöldinn sem skýrir hrunið í veiðinni árið 2012. Hafið Það er því í hafinu þar sem leita þarf skýringa. Sigurður Már sagði, til áréttingar um mikilvægi hagfelldra skilyrða í hafinu, að laxaseiðið vex úr 20-30 grömmum í þrjú kíló eftir eitt ár í sjó. Laxinn er skammlíf tegund og lítið svigrúm til að aðlagast sveiflum í ætisframboði, til dæmis. Sigurður tíundaði niðurstöður einstakrar rannsóknar þar sem sjö merkt seiði endurheimtust með nokkurra mánaða mælingum í sjávardvölinni. Það kom í ljós að laxinn heldur sig á mjög þröngu hitabil, eða í átta til tíu gráðum. Laxinn er uppsjávartegund, fyrst og síðast, sýndu mælingarnar og dvelur í yfirborðinu en þó leitar hann niður á nokkur hundruð metra dýpi þegar hann stækkar og eflist, og þá sennilega í ætisleit. Sigurður sýndi hvernig hitamælingar í hafinu geta í raun staðsett beitarsvæði laxins, en kjörhitastigið er á mjög afmörkuðum svæðum og þannig nýtist þessi rannsókn afar vel til að nálgast vitneskju um ferðalag laxa í hafinu. Hitamælingar koma vel heim og saman við þekkt beitarsvæði. Verið er að vinna betur úr gögnunum til að renna frekari stoðum undir kenningar um sjávardvöl íslenska laxins, sem hefur verið mönnum ráðgáta lengst af. Sigurður gerði grein fyrir rannsóknum sem sýnir að vöxtur laxa í sjó er afar breytilegur eftir tímabilum. Um 1980, og aftur kemur þetta ártal upp, byrjaði vöxturinn að minnka og það hefur haldið áfram síðan. Þetta hefur leitt til fækkunar laxins, ekki síst, og öll gögn benda til samhengis á milli vaxtar og endurheimta. Eftir því sem vöxturinn batnar, kemur meira til baka. Langtíma gagnaraðir úr Norðurá og Hofsá, sem Veiðimálastofnun hefur safnað, sýna ólíkar myndir sem bendir til þess að stofnarnir séu að éta á ólíkum svæðum, eins og lengi hefur verið grunur um. Þetta undirstrikar að hafið er sú breyta sem skiptir langmestu máli, og kannski er þáttur mannsins ofmetinn. En það eru vangaveltur undirritaðs, en ekki Sigurðar. En hvað veldur. Selta sjávar hefur ekki verið mikið í umræðunni en Sigurður sýndi gögn sem benda til samhengis á milli lélegra endurheimta í fyrra og seltumagns í hafinu árið 2011. Selta og magn næringarefna er nefnilega nátengt og þetta gæti verið skýring á hinni miklu niðursveiflu síðasta sumar; það hafi einfaldlega ekki verið nægilega mikil framleiðni og fæða þegar laxaseiðin gengu út. Það var líka athyglisvert að árin sem veiðin var hvað mest var mikil selta í hafinu. Samsvörun seltu og endurheimtun á laxi virðist því greinileg, og ástæða til að vakta frekar. Sigurður nefndi þá útbreiðslu á makríl í hafinu við Ísland í kjölfar hlýnunnar. Ekkert nýtt þar. Samkeppni um fæðu hlýtur að koma einhvers staðar niður, og löngu vitað hversu öflugur makríllinn er við að afla sér fæðu. Fáar tegundir keppa við það. En Sigurður nefndi hvað hann telur skýra af hverju laxastofninn okkar hrundi 2012. „Við höfum aldrei séð svona ástand áður í laxagöngum á Vesturlandi; hvað fiskurinn var rýr þegar hann snéri til baka. Þetta voru bara kóð sem við vorum að sjá, eða tvö kíló að meðaltali." Sem sagt, og þá er það margsagt, fæðuskortur í hafinu er ástæðan fyrir hruninu. Og því engin ástæða til að örvænta um komandi sumar; allt gæti hafa breyst... Eða hvað. Sigurður spáði, og leysti þar félaga sinn Guðna af vakt síðustu ára. „Seiðaárganga teljum við hafa verið eðlilega 2012. Stofnstærð árganga sem gengu út voru eins og vænta mátti og eðlileg. Ekkert truflaði útgönguna, svo sá þáttur er í lagi. Sjávarumhverfið var hagstæðara en árið áður, en ég endurtek að breytingar í kjölfar hlýnunnar gerir allar spár mjög erfiðar, og engin gögn til að gera slíkar spár. Og svo er mikil samkeppni um fæðu vegna tilkomu makríls, áhrif þess eru lítt rannsökuð og erfitt að spá hvað gerist," sagði Sigurður að lokum. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
„Ef við horfum á þróun í laxastofninum, þá hefur Alþjóða hafrannsóknaráðið reiknað það út hvað stóran hrygningarstofn við þurfum fyrir okkar ár í heild sinni. Það er talið að við þurfum um 27 þúsund eins árs laxa og 3.500 tveggja ára fiska. Þegar við horfum á það sem er eftir í ánum; metna stofna fyrir veiði að frádregnum aflanum þá erum við undir þessu lágmarki í fyrra fyrir eins árs laxinn en á mörkunum hvað varðar tveggja ára laxinn. Þetta er það sem veiðistjórnunin þarf að snúast um og menn ættu að taka tillit til, [...] Hrygningarstofninn er sá minnsti sem við höfum séð hingað til." Svo komst Guðni Guðbergsson, sérfræðingur á Veiðimálastofnun,að orði á ársfundi Veiðimálastofnunar á þriðjudag en þeir Sigurður Már Einarsson fóru yfir stöðuna á íslenska laxastofninum. Þar var enn og aftur rennt í gegnum veiðitölur síðasta sumars, sem allir vilja sennilega hætta að hugsa um þegar svo stutt er í nýtt veiðitímabil. Árnar En það er eitt og annað sem vert er að geta. Guðni tók saman tölfræði þar sem veiddum hafbeitarlöxum var sleppt og leiðrétt fyrir löxum sem sleppt var aftur, til að nálgast samanburð fyrri ára. Niðurstaða Guðna var einfaldlega sú að árið 2012 er minnsta veiði sem við höfum nokkurn tíman séð, og setti hann viðmið sitt við árið 1974. Þó er vitað að nær miklu aftar í tíma, eins og rætt hefur verið um aftur og aftur. Guðni sagði að 66% af öllum stórlaxi hafi verið sleppt í fyrra, en hlutfall slepptra smálaxa var lægra en fyrri ár. Guðni minntist á kuldaskeiðið um árið 1980 og þær breytingar sem því fylgdu. Þá kom samdráttur í kjölfarið á bæði smáum og stórum laxi, en þegar hlýnaði aftur náði smálaxinn sér á strik öfugt við tveggja ára fiskinn. „Það virðast hafa orðið fasaskipti í sjónum, sem komið hefur fram í átustofnum og laxastofnum í öðrum löndum, og þarna urðu tímamótabreytingar." Hlýnun loftslags, nefndi Guðni, sem dæmi um þær breytingar sem við og laxinn erum að glíma við. Laxinn gengur fyrr, en það sýna tölur úr veiðibókum. Guðni tók dæmi af Norðurá og Hofsá þar sem í ljós kom að þegar 50% af sumarveiðinni er náð, hefur það færst sífellt fyrr á sumarið. Munar það töluverðu. Hlýnunin kemur einnig fram í því að seiði eru að ganga fyrr til sjávar, yngri og smærri, en áður. Til dæmis í Elliðaánum. Það getur þýtt meiri afföll. Í Laxá í Aðaldal voru seiði að ganga til sjávar, áður fyrr, þriggja ára og talsvert af fjögurra ára seiðum, en núna eru það tveggja ára seiði að langstærstum hluta. Áin er því að framleiða megnið af sínum seiðum á tveimur árum sem er gríðarleg breyting frá því sem áður var. Guðni sagði jafnframt um seiðabúskapinn að vísitölur hafa verið í, eða yfir, meðaltali svo ekkert bendir til að það sé seiðafjöldinn sem skýrir hrunið í veiðinni árið 2012. Hafið Það er því í hafinu þar sem leita þarf skýringa. Sigurður Már sagði, til áréttingar um mikilvægi hagfelldra skilyrða í hafinu, að laxaseiðið vex úr 20-30 grömmum í þrjú kíló eftir eitt ár í sjó. Laxinn er skammlíf tegund og lítið svigrúm til að aðlagast sveiflum í ætisframboði, til dæmis. Sigurður tíundaði niðurstöður einstakrar rannsóknar þar sem sjö merkt seiði endurheimtust með nokkurra mánaða mælingum í sjávardvölinni. Það kom í ljós að laxinn heldur sig á mjög þröngu hitabil, eða í átta til tíu gráðum. Laxinn er uppsjávartegund, fyrst og síðast, sýndu mælingarnar og dvelur í yfirborðinu en þó leitar hann niður á nokkur hundruð metra dýpi þegar hann stækkar og eflist, og þá sennilega í ætisleit. Sigurður sýndi hvernig hitamælingar í hafinu geta í raun staðsett beitarsvæði laxins, en kjörhitastigið er á mjög afmörkuðum svæðum og þannig nýtist þessi rannsókn afar vel til að nálgast vitneskju um ferðalag laxa í hafinu. Hitamælingar koma vel heim og saman við þekkt beitarsvæði. Verið er að vinna betur úr gögnunum til að renna frekari stoðum undir kenningar um sjávardvöl íslenska laxins, sem hefur verið mönnum ráðgáta lengst af. Sigurður gerði grein fyrir rannsóknum sem sýnir að vöxtur laxa í sjó er afar breytilegur eftir tímabilum. Um 1980, og aftur kemur þetta ártal upp, byrjaði vöxturinn að minnka og það hefur haldið áfram síðan. Þetta hefur leitt til fækkunar laxins, ekki síst, og öll gögn benda til samhengis á milli vaxtar og endurheimta. Eftir því sem vöxturinn batnar, kemur meira til baka. Langtíma gagnaraðir úr Norðurá og Hofsá, sem Veiðimálastofnun hefur safnað, sýna ólíkar myndir sem bendir til þess að stofnarnir séu að éta á ólíkum svæðum, eins og lengi hefur verið grunur um. Þetta undirstrikar að hafið er sú breyta sem skiptir langmestu máli, og kannski er þáttur mannsins ofmetinn. En það eru vangaveltur undirritaðs, en ekki Sigurðar. En hvað veldur. Selta sjávar hefur ekki verið mikið í umræðunni en Sigurður sýndi gögn sem benda til samhengis á milli lélegra endurheimta í fyrra og seltumagns í hafinu árið 2011. Selta og magn næringarefna er nefnilega nátengt og þetta gæti verið skýring á hinni miklu niðursveiflu síðasta sumar; það hafi einfaldlega ekki verið nægilega mikil framleiðni og fæða þegar laxaseiðin gengu út. Það var líka athyglisvert að árin sem veiðin var hvað mest var mikil selta í hafinu. Samsvörun seltu og endurheimtun á laxi virðist því greinileg, og ástæða til að vakta frekar. Sigurður nefndi þá útbreiðslu á makríl í hafinu við Ísland í kjölfar hlýnunnar. Ekkert nýtt þar. Samkeppni um fæðu hlýtur að koma einhvers staðar niður, og löngu vitað hversu öflugur makríllinn er við að afla sér fæðu. Fáar tegundir keppa við það. En Sigurður nefndi hvað hann telur skýra af hverju laxastofninn okkar hrundi 2012. „Við höfum aldrei séð svona ástand áður í laxagöngum á Vesturlandi; hvað fiskurinn var rýr þegar hann snéri til baka. Þetta voru bara kóð sem við vorum að sjá, eða tvö kíló að meðaltali." Sem sagt, og þá er það margsagt, fæðuskortur í hafinu er ástæðan fyrir hruninu. Og því engin ástæða til að örvænta um komandi sumar; allt gæti hafa breyst... Eða hvað. Sigurður spáði, og leysti þar félaga sinn Guðna af vakt síðustu ára. „Seiðaárganga teljum við hafa verið eðlilega 2012. Stofnstærð árganga sem gengu út voru eins og vænta mátti og eðlileg. Ekkert truflaði útgönguna, svo sá þáttur er í lagi. Sjávarumhverfið var hagstæðara en árið áður, en ég endurtek að breytingar í kjölfar hlýnunnar gerir allar spár mjög erfiðar, og engin gögn til að gera slíkar spár. Og svo er mikil samkeppni um fæðu vegna tilkomu makríls, áhrif þess eru lítt rannsökuð og erfitt að spá hvað gerist," sagði Sigurður að lokum. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði