Wozniacki verður kylfusveinn McIlroy Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2013 12:45 McIlroy og Wozniacki. Nordicphotos/Getty Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki verður unnusta sínum, Rory McIlroy, innan handar í par 3 keppninni á morgun sem markar upphaf Masters-mótsins í golfi. Wozniacki mun gegna hlutverki kylfusveins fyrir McIlroy en ekki er óalgengt að keppendur taki maka sína, vini eða börn með á mótið þar sem kylfingar spila níu holur með bros á vör. Tiger Woods verður þó ekki meðal keppenda á par 3 mótinu frekar en undanfarin ár. Tiger, sem verður þó að sjálfsögðu á sínum stað þegar alvaran hefst á fimmtudaginn, hefur ekki spilað á upphitunarmótinu síðan árið 2003. Hann hefur þó sagst munu mæta á mótið þegar börn hans eru orðin nógu gömul til þess að bera kylfurnar fyrir sig. Sam, dóttir Tiger, er 5 ára gömul þannig að golfáhugamenn þurfa að bíða eitthvað lengur eftir að Tiger mæti til leiks. Það er hins vegar óskandi fyrir McIlroy að nærvera Wozniacki verði honum til happs. Norður-Írinn hefur átt erfitt uppdráttar á vellinum undanfarin misseri sem sumir rekja til umfjöllunar Independent á síðasta ári um að parið hefði slitið sambandi sínu. Sú reyndist raunin ekki vera og vonandi eru bjartari tímar framundan hjá McIlroy. Par 3 keppnin á Masters-mótinu í golfi fer fram á morgun. Bein útsending á Stöð 2 Sport & HD hefst klukkan 19. Golf Tengdar fréttir Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki verður unnusta sínum, Rory McIlroy, innan handar í par 3 keppninni á morgun sem markar upphaf Masters-mótsins í golfi. Wozniacki mun gegna hlutverki kylfusveins fyrir McIlroy en ekki er óalgengt að keppendur taki maka sína, vini eða börn með á mótið þar sem kylfingar spila níu holur með bros á vör. Tiger Woods verður þó ekki meðal keppenda á par 3 mótinu frekar en undanfarin ár. Tiger, sem verður þó að sjálfsögðu á sínum stað þegar alvaran hefst á fimmtudaginn, hefur ekki spilað á upphitunarmótinu síðan árið 2003. Hann hefur þó sagst munu mæta á mótið þegar börn hans eru orðin nógu gömul til þess að bera kylfurnar fyrir sig. Sam, dóttir Tiger, er 5 ára gömul þannig að golfáhugamenn þurfa að bíða eitthvað lengur eftir að Tiger mæti til leiks. Það er hins vegar óskandi fyrir McIlroy að nærvera Wozniacki verði honum til happs. Norður-Írinn hefur átt erfitt uppdráttar á vellinum undanfarin misseri sem sumir rekja til umfjöllunar Independent á síðasta ári um að parið hefði slitið sambandi sínu. Sú reyndist raunin ekki vera og vonandi eru bjartari tímar framundan hjá McIlroy. Par 3 keppnin á Masters-mótinu í golfi fer fram á morgun. Bein útsending á Stöð 2 Sport & HD hefst klukkan 19.
Golf Tengdar fréttir Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31