Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2013 18:57 Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. Þeir hafa reynsluna og segja Íslendinga geta sparað sér að byggja upp þjónustumiðstöð á Íslandi. Allt frá því boranir hófust í Færeyjum árið 2001 hefur Rúnavík við Skálafjörð verið þjónustuhöfnin og sinnt öllum átta pöllunum sem til þessa hafa borað í lögsögu Færeyja. Stór síló fyrir sement og önnur efni fyrir borholur er það sem helst minnir á að Rúnavík er borpallaþjónustuhöfn Færeyja en lítið er um að vera þessa dagana meðan engar boranir eru í gangi. Fyrirtækið Atlantic Supply Base annast þjónustuna en það er einnig með geymslusvæði fyrir borstangir og vöruhús. Um klukkustundar akstur er frá Þórshöfn til Rúnavíkur. Þegar borun stendur yfir starfa hér um fimmtán manns og sérbúin skip eru í stöðugum siglingum milli lands og borpalls. Framkvæmdastjórinn Eli Lassen vill taka að sér nýtt verkefni, Drekasvæði Íslendinga. „Rúnavík er meira en tilbúin að bjóða sig fram, til að hjálpa Íslendingum að hefja olíuvinnuna. Við erum í því sambandi búnir að ræða þetta við nokkra Íslendinga," segir Eli Lassen. Hann hvetur Íslendinga til að íhuga hvort betra væri að nýta þjónustumiðstöðina í Færeyjum, - nálægð eyjanna geri þeim vel mögulegt að sinna Drekasvæðinu, - fremur en að byggja upp aðstöðu á Íslandi. „Í stað þess að byggja þjónustumiðstöð fyrir 10-15 milljónir danskra króna. Fyrir eina borholu. Svo er næst borað eftir 10 ár. Þú getur ekki nýtt aðstöðuna í neitt annað en olíuvinnuna," segir framkvæmdastjóri Atlantic Supply Base og segir nærtækara að flytja Íslendinga til Færeyja til að sinna þjónustu við Drekasvæðið frá Rúnavík. „Hér eru fín aðstaða." Bensín og olía Færeyjar Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. Þeir hafa reynsluna og segja Íslendinga geta sparað sér að byggja upp þjónustumiðstöð á Íslandi. Allt frá því boranir hófust í Færeyjum árið 2001 hefur Rúnavík við Skálafjörð verið þjónustuhöfnin og sinnt öllum átta pöllunum sem til þessa hafa borað í lögsögu Færeyja. Stór síló fyrir sement og önnur efni fyrir borholur er það sem helst minnir á að Rúnavík er borpallaþjónustuhöfn Færeyja en lítið er um að vera þessa dagana meðan engar boranir eru í gangi. Fyrirtækið Atlantic Supply Base annast þjónustuna en það er einnig með geymslusvæði fyrir borstangir og vöruhús. Um klukkustundar akstur er frá Þórshöfn til Rúnavíkur. Þegar borun stendur yfir starfa hér um fimmtán manns og sérbúin skip eru í stöðugum siglingum milli lands og borpalls. Framkvæmdastjórinn Eli Lassen vill taka að sér nýtt verkefni, Drekasvæði Íslendinga. „Rúnavík er meira en tilbúin að bjóða sig fram, til að hjálpa Íslendingum að hefja olíuvinnuna. Við erum í því sambandi búnir að ræða þetta við nokkra Íslendinga," segir Eli Lassen. Hann hvetur Íslendinga til að íhuga hvort betra væri að nýta þjónustumiðstöðina í Færeyjum, - nálægð eyjanna geri þeim vel mögulegt að sinna Drekasvæðinu, - fremur en að byggja upp aðstöðu á Íslandi. „Í stað þess að byggja þjónustumiðstöð fyrir 10-15 milljónir danskra króna. Fyrir eina borholu. Svo er næst borað eftir 10 ár. Þú getur ekki nýtt aðstöðuna í neitt annað en olíuvinnuna," segir framkvæmdastjóri Atlantic Supply Base og segir nærtækara að flytja Íslendinga til Færeyja til að sinna þjónustu við Drekasvæðið frá Rúnavík. „Hér eru fín aðstaða."
Bensín og olía Færeyjar Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira