Kínverskir BAIC bílar byggðir á Benz Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2013 09:15 Mercedes Benz á 12% hlutafjár í BAIC og hyggst ávaxta þann hlut vel. Mercedes Benz á aðeins á brattann að sækja í Kína og er langt á eftir hinum þýskum bílaframleiðendunum í sölu þar. Þeir keyptu sig um daginn inní kínverska bílafyrirtækið BAIC Motor og eiga nú 12% hlutafjár þar. Það var gert til að komast í sölukerfi þeirra, en einnig með samstarf um smíði í huga. Nú þykir líklegt að BAIC fái að smíða bíla með undirvagni frá Mercedes Benz og jafnvel fleiri íhlutum og þykir mörgum það ansi langt gengið hjá Benz og að þeir séu hressilega að taka niður fyrir sig. Var þetta haft eftir Daimler sem er móðurfyrirtæki Mercedes Benz. BAIC hyggst fara á hlutabréfamarkað í Kína á næstunni og elta með því stærri kínversku bílaframleiðendurna Dongfeng Motor og Geely, sem báðir selja meira af bílum en BAIC. Það hugnast Daimler og gæti aukið mjög verðmæti hlutar þess. Sala Mercedes Benz bíla í Kína var 26.829 síðustu tvo mánuði samtals en á sama tíma seldi Audi 67.946 bíla. Minnkaði sala Benz um 20%, en sala Audi jókst um 16%. Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent
Mercedes Benz á 12% hlutafjár í BAIC og hyggst ávaxta þann hlut vel. Mercedes Benz á aðeins á brattann að sækja í Kína og er langt á eftir hinum þýskum bílaframleiðendunum í sölu þar. Þeir keyptu sig um daginn inní kínverska bílafyrirtækið BAIC Motor og eiga nú 12% hlutafjár þar. Það var gert til að komast í sölukerfi þeirra, en einnig með samstarf um smíði í huga. Nú þykir líklegt að BAIC fái að smíða bíla með undirvagni frá Mercedes Benz og jafnvel fleiri íhlutum og þykir mörgum það ansi langt gengið hjá Benz og að þeir séu hressilega að taka niður fyrir sig. Var þetta haft eftir Daimler sem er móðurfyrirtæki Mercedes Benz. BAIC hyggst fara á hlutabréfamarkað í Kína á næstunni og elta með því stærri kínversku bílaframleiðendurna Dongfeng Motor og Geely, sem báðir selja meira af bílum en BAIC. Það hugnast Daimler og gæti aukið mjög verðmæti hlutar þess. Sala Mercedes Benz bíla í Kína var 26.829 síðustu tvo mánuði samtals en á sama tíma seldi Audi 67.946 bíla. Minnkaði sala Benz um 20%, en sala Audi jókst um 16%.
Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent