Mini selt 500.000 bíla í Bandaríkjunum 5. apríl 2013 11:15 Hátt í 70.000 Mini seljast nú á ári hverju í Bandaríkjunum Mini hefur rutt brautina fyrir sölu smárra bíla vestanhafs. Í vikunni seldi Mini, sem er í eigu BMW, bíl númer 500.000 frá því Mini hóf að selja bíla aftur í Bandaríkjunum árið 2002. Þessi ágæta sala spannar því 11 ár, en fyrsta árið seldi Mini aðeins 24.590 bíla þar. Á síðasta ári seldi Mini hinsvegar 66.123 bíla og hefur því nær þefaldað sölu sína. Bílgerðunum sem Mini býður viðskiptavinum sínum hefur líka fjölgað mjög á seinni árum. Telja þeir nú, auk hefðbundinnar Cooper gerðar hans, Clubman, Countryman, Coupe, Roadster og Paceman, auk Hardtop og blæjugerðar bílsins smáa. Segja má að góðar viðtökur Mini bílsins hafi rutt brautina fyrir aðrar gerðir smábíla sem einnig hefur verið vel tekið vestanhafs, eins og Fiat 500, Ford Fiesta og Chevrolet Aveo. Svo smáir bílar voru einfaldlega ekki til sölu í Bandaríkjunum fyrir örfáum árum. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent
Mini hefur rutt brautina fyrir sölu smárra bíla vestanhafs. Í vikunni seldi Mini, sem er í eigu BMW, bíl númer 500.000 frá því Mini hóf að selja bíla aftur í Bandaríkjunum árið 2002. Þessi ágæta sala spannar því 11 ár, en fyrsta árið seldi Mini aðeins 24.590 bíla þar. Á síðasta ári seldi Mini hinsvegar 66.123 bíla og hefur því nær þefaldað sölu sína. Bílgerðunum sem Mini býður viðskiptavinum sínum hefur líka fjölgað mjög á seinni árum. Telja þeir nú, auk hefðbundinnar Cooper gerðar hans, Clubman, Countryman, Coupe, Roadster og Paceman, auk Hardtop og blæjugerðar bílsins smáa. Segja má að góðar viðtökur Mini bílsins hafi rutt brautina fyrir aðrar gerðir smábíla sem einnig hefur verið vel tekið vestanhafs, eins og Fiat 500, Ford Fiesta og Chevrolet Aveo. Svo smáir bílar voru einfaldlega ekki til sölu í Bandaríkjunum fyrir örfáum árum.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent