Volkswagen þarf 50.000 nýja starfsmenn Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2013 15:12 Nú vinna í allri samstæðu Volkswagen yfir 500.000 manns. Volkswagen hefur ekki farið leynt með markmið sitt að verða stærsti bílaframleiðandi heims, ekki seinna en árið 2018. Til þess að svo geti orðið þarf að smíða marga bíla og til þess þarf margar verksmiðjur og í þeim þarf mikið af starfsfólki að vinna. Nú þegar vinna hjá allri samstæðu Volkswagen yfir 500.000 manns og eru þá talin með öll undirmerki Volkswagen. Starfsfólki þess mun þó fjölga um 10% næstu 5 árin og fjölga um 50.000. Mest munar um áformaða mikla uppbyggingu í Kína, en þar mun framleiðsla tvöfaldast til ársins 2018. Líklega mun Volkswagen ná að slá við General Motors strax í ár hvað fjölda framleiddra bíla í Kína varðar. Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent
Nú vinna í allri samstæðu Volkswagen yfir 500.000 manns. Volkswagen hefur ekki farið leynt með markmið sitt að verða stærsti bílaframleiðandi heims, ekki seinna en árið 2018. Til þess að svo geti orðið þarf að smíða marga bíla og til þess þarf margar verksmiðjur og í þeim þarf mikið af starfsfólki að vinna. Nú þegar vinna hjá allri samstæðu Volkswagen yfir 500.000 manns og eru þá talin með öll undirmerki Volkswagen. Starfsfólki þess mun þó fjölga um 10% næstu 5 árin og fjölga um 50.000. Mest munar um áformaða mikla uppbyggingu í Kína, en þar mun framleiðsla tvöfaldast til ársins 2018. Líklega mun Volkswagen ná að slá við General Motors strax í ár hvað fjölda framleiddra bíla í Kína varðar.
Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent