Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 32-15 Sigmar Sigfússon í Mýrinni skrifar 4. apríl 2013 13:25 Mynd/Vilhelm Stjarnan er komin með 1-0 forystu í einvígi sínu gegn HK í úrslitakeppni N1-deildar kvenna eftir afar sannfærandi sigur á heimavelli í kvöld. Leikurinn fór ágætlega af stað og skoruðu gestirnir fyrsta mark leiksins. En þá snerist leikurinn heimamönnum í vil og HK sá ekki til sólar á mjög löngum köflum í hálfleiknum. Stjarnan komst í 5–2 eftir ellefu mínútna leik og voru þær mjög ákveðnar í vörninni og spiluðu glimrandi vel. Sterk vörn Stjörnunnar gerði HK-stelpum erfitt fyrir og þær gerðu marga tæknifeila í sókninni sem Stjarnan refsaði með hverju hraðarupphlaupinu á eftir öðru. Þá skoruði HK ekki mark í heilar tíu mínútur eða frá sjöttu mínútu leiksins þar til á sextándu mínútu. Markmaður Stjörnunnar, Sunneva Einarsdóttir, átti frábæran leik fyrir þær bláklæddu og varði vel á köflum í fyrri hálfleik. Stjarnan fór með tólf marka forystu inn í búningsklefa í hálfleik. Í seinni hálfleik var sama upp á teningnum og HK átti erfitt með að komast inn í leikinn á ný. Það má eiginlega segja að Stjarnan hafi klárað þetta í fyrri hálfleik. HK var arfaslakt á öllum stöðum á vellinum í kvöld og ljóst að þær þurfa að gera mun betur í næsta leik sem verður í Digranesi á laugardaginn. Stjarnan leyfði minni spámönnum að spila mikið í seinni hálfleik en hélt þó forystu sinni. Gamla kempan Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, átti virkilega góðan leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK, var markahæst Kópavogsstúlkna með sex mörk.Hilmar: Höfðu ekki trú á þessu verkefni „Við vorum bara drullu lélegar hvar sem þú tekur niður, vörn og sókn. Við skorum bara fimmtán mörk og þær þrjátíu og tvö. Lélegasti leikurinn undir minni stjórn. Við virtumst ekki hafa trú á þessu verkefni, engan vilja til þess að sigra," sagði Hilmar Guðlaugsson, Þjálfari HK, mjög óánægður eftir leikinn. „Við vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með sóknalega og þær náðu brjóta á okkur þannig við þurftum að byrja upp á nýtt. Við náðum engu floti á boltann og sóknaleikurinn var bara hægur og staður. Sóttum bara flatt á vörnina sem var engan veginn að ganga upp, því miður." „Við þyrfum að endurskoða allan leik liðsins hérna í dag fyrir næsta leik, það er á hreinu. Vörnin sem við lögðum upp með í kvöld gekk ekki heldur svo það er í mörg horn að líta," sagði Hilmar að lokum.Rakel Dögg: Viljum enga óþarfa spennu „Við vorum frá fyrstu mínútu gjörsamlega alveg með þetta, með allt á hreinu. Vörn, sókn og hraðarupphlaup voru til fyrirmyndar hérna í kvöld og við sýndum mikinn aga. Stemningin var til staðar loksins og þá spilum við svona vel eins og í kvöld," sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar mjög kát eftir leik. „Við áttum skelfilega þrjá leiki við þær í vetur og þær voru að spila mjög vel en nú er önnur keppni. Úrslitakeppnin er hafin og það kom aldrei til greina að tapa fyrir þeim hérna í kvöld." „Þetta er það besta sem við höfum sýnt í langan tíma og þetta er virkilega jákvætt eins og þetta fór hérna í kvöld. Við stefnum á að klára þetta á laugardaginn og viljum enga óþarfa spennu í þetta en að sama skapi vitum við að það býr mun meira í HK-liðinu en það sýndi hérna í kvöld," sagði Rakel Dögg að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Stjarnan er komin með 1-0 forystu í einvígi sínu gegn HK í úrslitakeppni N1-deildar kvenna eftir afar sannfærandi sigur á heimavelli í kvöld. Leikurinn fór ágætlega af stað og skoruðu gestirnir fyrsta mark leiksins. En þá snerist leikurinn heimamönnum í vil og HK sá ekki til sólar á mjög löngum köflum í hálfleiknum. Stjarnan komst í 5–2 eftir ellefu mínútna leik og voru þær mjög ákveðnar í vörninni og spiluðu glimrandi vel. Sterk vörn Stjörnunnar gerði HK-stelpum erfitt fyrir og þær gerðu marga tæknifeila í sókninni sem Stjarnan refsaði með hverju hraðarupphlaupinu á eftir öðru. Þá skoruði HK ekki mark í heilar tíu mínútur eða frá sjöttu mínútu leiksins þar til á sextándu mínútu. Markmaður Stjörnunnar, Sunneva Einarsdóttir, átti frábæran leik fyrir þær bláklæddu og varði vel á köflum í fyrri hálfleik. Stjarnan fór með tólf marka forystu inn í búningsklefa í hálfleik. Í seinni hálfleik var sama upp á teningnum og HK átti erfitt með að komast inn í leikinn á ný. Það má eiginlega segja að Stjarnan hafi klárað þetta í fyrri hálfleik. HK var arfaslakt á öllum stöðum á vellinum í kvöld og ljóst að þær þurfa að gera mun betur í næsta leik sem verður í Digranesi á laugardaginn. Stjarnan leyfði minni spámönnum að spila mikið í seinni hálfleik en hélt þó forystu sinni. Gamla kempan Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, átti virkilega góðan leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK, var markahæst Kópavogsstúlkna með sex mörk.Hilmar: Höfðu ekki trú á þessu verkefni „Við vorum bara drullu lélegar hvar sem þú tekur niður, vörn og sókn. Við skorum bara fimmtán mörk og þær þrjátíu og tvö. Lélegasti leikurinn undir minni stjórn. Við virtumst ekki hafa trú á þessu verkefni, engan vilja til þess að sigra," sagði Hilmar Guðlaugsson, Þjálfari HK, mjög óánægður eftir leikinn. „Við vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með sóknalega og þær náðu brjóta á okkur þannig við þurftum að byrja upp á nýtt. Við náðum engu floti á boltann og sóknaleikurinn var bara hægur og staður. Sóttum bara flatt á vörnina sem var engan veginn að ganga upp, því miður." „Við þyrfum að endurskoða allan leik liðsins hérna í dag fyrir næsta leik, það er á hreinu. Vörnin sem við lögðum upp með í kvöld gekk ekki heldur svo það er í mörg horn að líta," sagði Hilmar að lokum.Rakel Dögg: Viljum enga óþarfa spennu „Við vorum frá fyrstu mínútu gjörsamlega alveg með þetta, með allt á hreinu. Vörn, sókn og hraðarupphlaup voru til fyrirmyndar hérna í kvöld og við sýndum mikinn aga. Stemningin var til staðar loksins og þá spilum við svona vel eins og í kvöld," sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar mjög kát eftir leik. „Við áttum skelfilega þrjá leiki við þær í vetur og þær voru að spila mjög vel en nú er önnur keppni. Úrslitakeppnin er hafin og það kom aldrei til greina að tapa fyrir þeim hérna í kvöld." „Þetta er það besta sem við höfum sýnt í langan tíma og þetta er virkilega jákvætt eins og þetta fór hérna í kvöld. Við stefnum á að klára þetta á laugardaginn og viljum enga óþarfa spennu í þetta en að sama skapi vitum við að það býr mun meira í HK-liðinu en það sýndi hérna í kvöld," sagði Rakel Dögg að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn