Leigja bílastæðaflakkara Finnur Thorlacius skrifar 2. apríl 2013 16:00 Sektir eru svo háar í London að ódýrara er að ráða bílastæðaflakkara Greiða ungu fólki fyrir að færa bíla sína milli lausra bílastæða. Það er dýrt að leggja bílum í London og ennþá dýrara að gera það ranglega eða of lengi. Mega ökumenn þar eiga von á sektum uppá 24.000 krónur fyrir brot sín. Því hefur myndast atvinnutækifæri fyrir ungt fólk sem hefur þann eina starfa að færa bíla auðugs fólks í höfuðborginni milli bílastæða ef lögregla eða stöðumælaverðir ætla að munda pennann. Þá er einfaldlega leitað að næsta stæði. Svo langt er þessi nýja atvinnugrein komin að um hana hafa verið stofnuð fyrirtæki. Þau greiða ungu fólki að meðaltali 8 pund á tímann, eða 1.500 krónur fyrir starfann. Örugglega vel þegið fé hjá mörgum ungum námsmanninum, fyrir litla fyrirhöfn. Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent
Greiða ungu fólki fyrir að færa bíla sína milli lausra bílastæða. Það er dýrt að leggja bílum í London og ennþá dýrara að gera það ranglega eða of lengi. Mega ökumenn þar eiga von á sektum uppá 24.000 krónur fyrir brot sín. Því hefur myndast atvinnutækifæri fyrir ungt fólk sem hefur þann eina starfa að færa bíla auðugs fólks í höfuðborginni milli bílastæða ef lögregla eða stöðumælaverðir ætla að munda pennann. Þá er einfaldlega leitað að næsta stæði. Svo langt er þessi nýja atvinnugrein komin að um hana hafa verið stofnuð fyrirtæki. Þau greiða ungu fólki að meðaltali 8 pund á tímann, eða 1.500 krónur fyrir starfann. Örugglega vel þegið fé hjá mörgum ungum námsmanninum, fyrir litla fyrirhöfn.
Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent