Handbolti

Tímabilið búið hjá Birnu og Stella tæp

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
"Seasonið búið hjá mér ... handarbrotin," skrifaði Birna Berg Haraldsdóttir með meðfylgjandi mynd.
"Seasonið búið hjá mér ... handarbrotin," skrifaði Birna Berg Haraldsdóttir með meðfylgjandi mynd. Mynd/Instagram
Birna Berg Haraldsdóttir er úr leik í úrslitakeppni N1-deildar kvenna en hún handarbrotnaði þegar að lið hennar, Fram, tapaði fyrir ÍBV í kvöld.

Staðan í undanúrslitarimmu liðanna er 2-1 fyrir Fram en Eyjastúlkur unnu eftir framlengdan leik í kvöld, eins og lesa má um hér fyrir neðan.

Stella Sigurðardóttir sneri sig einnig á ökkla í leiknum í kvöld og fór af velli í framlengingunni. Óvíst er hvort hún nái næsta leik en það kemur í ljós á næstu dögum.

Stella meiddist á þumalfingri í fyrsta leik liðanna í síðustu viku en þá tognaði hún illa auk þess sem blæddi inn á liðinn. Hún harkaði þó af sér og spilaði þar til hún meiddist aftur í kvöld.

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, staðfesti við Vísi í kvöld að Birna Berg þyrfti að vera í gifsi næstu 4-6 vikurnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×