Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - ÍBV 18-19 | ÍBV minnkaði muninn Guðmundur Marinó Ingvarsson í Safamýri skrifar 17. apríl 2013 14:51 ÍBV er enn á lífi í undanúrslitum N1 deildar kvenna eftir 19-18 sigur á Fram á útivelli í kvöld eftir framlengdan leik. Staðan var 16-16 að loknum venjulegum leiktíma. Það var ljóst á fyrstu mínútum leiksins hvert stefndi. ÍBV lék frábæra vörn og skoraði Fram ekki annað mark sitt fyrr en á 12. mínútu leiksins. Engu að síður var jafnt á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik og ÍBV einu marki yfir í hálfleiknum 8-7. Baráttan var í fyrirrúmi og bæði lið léku frábæra vörn en sóknarleikur liðanna var skelfilegur. Sóknarleikur ÍBV var öllu verri en Fram en Florentina Stanciu bætti það upp með frábærri markvörslu. Liðin skiptust á að skora allan seinni hálfleikinn og Stella Sigurðardóttir skoraði síðasta mark venjulegs leiktíma þegar rúm mínúta var eftir og knúði fram framlengingu. Fram skoraði fyrsta mark framlengingarinnar og ÍBV skoraði tvö næstu mörkin á níu mínútum. Þegar rétt innan við mínúta var eftir náði Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir að minnka muninn í eitt mark en ÍBV hélt boltanum allt þar til nokkrar sekúndur voru eftir og Fram náði ekki skoti á markið. Fram fékk aukakast er leiktíminn rann út en varnarveggurinn varði það og fagnaði ÍBV að innlifun. Stella Sigurðardóttir missteig sig illa undir lok venjulegs leiktíma og gæti misst af næstu leikjum Fram og munar um minna. Hennar var sárt saknað í framlengingunni. Liðin mætast á ný á laugardaginn í Eyjum en Fram leiðir einvígið 2-1. Svavar: Ekkert því til fyrirstöðu að við klárum þetta einvígi„Frábær vörn og frábær markvörður. Við höfum ekki oft séð Framara í þessum vandræðu. Sóknarleikurinn var bras hjá báðum liðum og sem betur fer skoruðum við einu marki meira,“ sagði Svavar vignisson þjálfari ÍBV. „Við höfum verið í vandræðum með þessa vörn hjá þeim. Þær eru góðir varnarmenn og líkamlega sterkar. Þetta er lið sem ber uppi helminginn af landsliðinu ásamt Val og við höfum verið í brasi en bættum það upp með vörninni. Mér er alveg sama á meðan við vinnum. „Við vorum ósáttar við hvernig við spiluðum heima í Eyjum. Það kom fullt af fólki að hvetja okkur og við vorum eins fífl. Ég vona að þetta fólki komi aftur og hvetji okkur og ég lofa þeim betri leik. „Ef við vinnum heima setjum við allt í uppnám og þá er ekkert því til fyrirstöðu að við klárum þetta einvígi. Við þurfum að spila svona og örlítið betri sóknarleik þá getum við gert vel. „Við galopnum þetta einvígi og þær urðu auðvitað fyrir óhappi þegar Stella meiðist. Ég vona að hún verði með í næsta leik því ég vil síður að þær hafi einhverja afsökun að tapa leiknum. Við viljum vinna þær á fullu liði. „Okkur vantar Ivönu (Mladenovic) og það er lítil umfjöllun um það að okkur vanti einn markahæsta leikmanninn okkar, lykilmann í vörn og sókn. Það var mikil umfjöllun um að Stella meiddi sig á fingri og allir fjölmiðlar uppfullir af því hvort hún yrði með eða ekki en ekki minnst á að okkur vanti lykilmann. Veit ekki af hverju það er, kannski af því að hún er útlendingur, ég veit það ekki. „Ég hef aldrei séð Fram værukært. Það hefur aldrei gerst á þessum þremur árum mínum með meistaraflokk kvenna. Ég ætla að skrifa þetta á frábæra vörn,“ sagði Svavar að lokum. Halldór: Vorum værukærar„Við skorum 18 mörk á 70 mínútum, það er ekki vænlegt til árangurs. við komum illa inn í leikinn og skorum bara eitt mark fyrstu 10 mínúturnar og í byrjun seinni hálfleiks gerist það sama,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Fram. „Við stöndum góða vörn í 70 mínútur en við fáum ekkert út úr því. Við fáum ekki hraðaupphlaup og það er eignilega það sem gerist. „Ég trúi ekki að stelpurnar hafi haldið að þetta væri komið. Alvöru íþróttamenn hugsa ekki þannig og við erum með alvöru íþróttamenn í þessu liði. Samt held ég að við höfum væri værukærar. Við vinnum síðasta leik með tíu mörkum og það er ekki tíu marka munur á þessum liðum. Við þurfum að fara yfir okkar mál og skoða þetta. „Svona er staðan og við verðum að taka því að þurfa að fara til Eyja og við munum gera það,“ sagði Halldór að lokum.Mynd/Valli Olís-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
ÍBV er enn á lífi í undanúrslitum N1 deildar kvenna eftir 19-18 sigur á Fram á útivelli í kvöld eftir framlengdan leik. Staðan var 16-16 að loknum venjulegum leiktíma. Það var ljóst á fyrstu mínútum leiksins hvert stefndi. ÍBV lék frábæra vörn og skoraði Fram ekki annað mark sitt fyrr en á 12. mínútu leiksins. Engu að síður var jafnt á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik og ÍBV einu marki yfir í hálfleiknum 8-7. Baráttan var í fyrirrúmi og bæði lið léku frábæra vörn en sóknarleikur liðanna var skelfilegur. Sóknarleikur ÍBV var öllu verri en Fram en Florentina Stanciu bætti það upp með frábærri markvörslu. Liðin skiptust á að skora allan seinni hálfleikinn og Stella Sigurðardóttir skoraði síðasta mark venjulegs leiktíma þegar rúm mínúta var eftir og knúði fram framlengingu. Fram skoraði fyrsta mark framlengingarinnar og ÍBV skoraði tvö næstu mörkin á níu mínútum. Þegar rétt innan við mínúta var eftir náði Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir að minnka muninn í eitt mark en ÍBV hélt boltanum allt þar til nokkrar sekúndur voru eftir og Fram náði ekki skoti á markið. Fram fékk aukakast er leiktíminn rann út en varnarveggurinn varði það og fagnaði ÍBV að innlifun. Stella Sigurðardóttir missteig sig illa undir lok venjulegs leiktíma og gæti misst af næstu leikjum Fram og munar um minna. Hennar var sárt saknað í framlengingunni. Liðin mætast á ný á laugardaginn í Eyjum en Fram leiðir einvígið 2-1. Svavar: Ekkert því til fyrirstöðu að við klárum þetta einvígi„Frábær vörn og frábær markvörður. Við höfum ekki oft séð Framara í þessum vandræðu. Sóknarleikurinn var bras hjá báðum liðum og sem betur fer skoruðum við einu marki meira,“ sagði Svavar vignisson þjálfari ÍBV. „Við höfum verið í vandræðum með þessa vörn hjá þeim. Þær eru góðir varnarmenn og líkamlega sterkar. Þetta er lið sem ber uppi helminginn af landsliðinu ásamt Val og við höfum verið í brasi en bættum það upp með vörninni. Mér er alveg sama á meðan við vinnum. „Við vorum ósáttar við hvernig við spiluðum heima í Eyjum. Það kom fullt af fólki að hvetja okkur og við vorum eins fífl. Ég vona að þetta fólki komi aftur og hvetji okkur og ég lofa þeim betri leik. „Ef við vinnum heima setjum við allt í uppnám og þá er ekkert því til fyrirstöðu að við klárum þetta einvígi. Við þurfum að spila svona og örlítið betri sóknarleik þá getum við gert vel. „Við galopnum þetta einvígi og þær urðu auðvitað fyrir óhappi þegar Stella meiðist. Ég vona að hún verði með í næsta leik því ég vil síður að þær hafi einhverja afsökun að tapa leiknum. Við viljum vinna þær á fullu liði. „Okkur vantar Ivönu (Mladenovic) og það er lítil umfjöllun um það að okkur vanti einn markahæsta leikmanninn okkar, lykilmann í vörn og sókn. Það var mikil umfjöllun um að Stella meiddi sig á fingri og allir fjölmiðlar uppfullir af því hvort hún yrði með eða ekki en ekki minnst á að okkur vanti lykilmann. Veit ekki af hverju það er, kannski af því að hún er útlendingur, ég veit það ekki. „Ég hef aldrei séð Fram værukært. Það hefur aldrei gerst á þessum þremur árum mínum með meistaraflokk kvenna. Ég ætla að skrifa þetta á frábæra vörn,“ sagði Svavar að lokum. Halldór: Vorum værukærar„Við skorum 18 mörk á 70 mínútum, það er ekki vænlegt til árangurs. við komum illa inn í leikinn og skorum bara eitt mark fyrstu 10 mínúturnar og í byrjun seinni hálfleiks gerist það sama,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Fram. „Við stöndum góða vörn í 70 mínútur en við fáum ekkert út úr því. Við fáum ekki hraðaupphlaup og það er eignilega það sem gerist. „Ég trúi ekki að stelpurnar hafi haldið að þetta væri komið. Alvöru íþróttamenn hugsa ekki þannig og við erum með alvöru íþróttamenn í þessu liði. Samt held ég að við höfum væri værukærar. Við vinnum síðasta leik með tíu mörkum og það er ekki tíu marka munur á þessum liðum. Við þurfum að fara yfir okkar mál og skoða þetta. „Svona er staðan og við verðum að taka því að þurfa að fara til Eyja og við munum gera það,“ sagði Halldór að lokum.Mynd/Valli
Olís-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira