Golf

Tólf ára kínverskur strákur keppir á Evrópumótaröðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guan Tianlang
Guan Tianlang Mynd/AP
Kínverskir kylfingar halda áfram að setja aldursmet í golfinu en nú er ljóst að hinn tólf ára gamli Ye Wocheng verður yngsti kylfingurinn til að keppa á Evrópumótaröðinni í golfi þegar hann keppir á Volvo China Open í byrjun maí.

Gamla metið átti Guan Tianlang sem vakti mikla athygli á Mastersmótinu um síðustu helgi en hinn fjórtán ára gamli Guan Tianlang var þá sá yngsti sem keppir á því fornfræga móti. Guan var þrettán ára þegar hann keppti á Evrópumótaröðinni í fyrra.

Það verður reyndar nóg af kínverskum táningum meðal keppenda, Guan Tianlang er með sem og tveir fimmtán ára strákar; Bai Zhengkai og Andy Zhang.

Ye Wocheng varð heimsmeistari krakka 2010 og 2011 auk þess að hafna í öðru sæti 2012. Hann bætti líka met Tiger Woods á því móti með því að klára á tólf höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×