Ford og GM smíða saman 9 og 10 gíra sjálfskiptingar Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2013 11:00 Sex gíra sjálfskiptingin sem Ford og GM smíðuð saman fyrr nokkrum árum. Hafa áður smíðað saman sjálfskiptingar í sparnaðarskyni. Stóru amerísku bílaframleiðendurnir Ford og General Motors hafa snúið bökum saman og eru nú að smíða saman bæði 9 gíra og 10 gíra sjálskiptingar. Eiga þær að fara í bíla beggja fyrirtækjann af árgerð 2017. Ástæða þess að þau sameinast um smíðina er sá sparnaður sem af því hlýst í stað þess að gera það sitt í hvoru horni. Níu gíra skiptingin mun fara í framhjóladrifna bíla en sú 10 gíra í afturhjóladrifna bíla. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem fyrirtækin tvö sameinast um smíði skiptingar, en fyrir áratug síðan framleiddu þau saman 6 gíra skiptingu sem fór svo í framleiðslu árið 2006 og er í bílum eins og Ford Explorer og Chevrolet Traverse. Nýju skiptingarnar tvær eiga að fara í mjög breiða línu bíla, allt frá smæstu bílum þeirra til stærstu jeppa og pallbíla. Ford og GM voru bæði orðin á eftir meðal bílaframleiðenda í framleiðslu fjölgíra skiptinga og því lá þeim á að gera betur og hvað er þá betra en taka höndum saman með mikið fjármagn að baki. Chrysler mun brátt bjóða 9 gíra skiptingu í bílum sínum og Hyundai vinnur að 10 gíra skiptingu. GM heldur áfram að vinna að 8 gíra skiptingu sinni sjálfstætt og mun bjóða hana fyrr en þær sameiginlegu. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent
Hafa áður smíðað saman sjálfskiptingar í sparnaðarskyni. Stóru amerísku bílaframleiðendurnir Ford og General Motors hafa snúið bökum saman og eru nú að smíða saman bæði 9 gíra og 10 gíra sjálskiptingar. Eiga þær að fara í bíla beggja fyrirtækjann af árgerð 2017. Ástæða þess að þau sameinast um smíðina er sá sparnaður sem af því hlýst í stað þess að gera það sitt í hvoru horni. Níu gíra skiptingin mun fara í framhjóladrifna bíla en sú 10 gíra í afturhjóladrifna bíla. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem fyrirtækin tvö sameinast um smíði skiptingar, en fyrir áratug síðan framleiddu þau saman 6 gíra skiptingu sem fór svo í framleiðslu árið 2006 og er í bílum eins og Ford Explorer og Chevrolet Traverse. Nýju skiptingarnar tvær eiga að fara í mjög breiða línu bíla, allt frá smæstu bílum þeirra til stærstu jeppa og pallbíla. Ford og GM voru bæði orðin á eftir meðal bílaframleiðenda í framleiðslu fjölgíra skiptinga og því lá þeim á að gera betur og hvað er þá betra en taka höndum saman með mikið fjármagn að baki. Chrysler mun brátt bjóða 9 gíra skiptingu í bílum sínum og Hyundai vinnur að 10 gíra skiptingu. GM heldur áfram að vinna að 8 gíra skiptingu sinni sjálfstætt og mun bjóða hana fyrr en þær sameiginlegu.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent