Reynir að stinga af mótorhjólalögreglu Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2013 09:45 Fer á ofsahraða gegnum íbúðarhverfi og virðir engar umferðarreglur. Það er yfir höfuð ógáfuleg iðja að reyna að stinga af lögreglu og enn heimskulegra ef hún er á mótorjóli. Það fékk þessi ungi maður að reyna nýlega í Alabama. Svo vel vildi til að á hjálmi mótorhjólalögreglunnar er hin ágætasta myndavél sem sýnir eltingaleikinn á mjög lifandi hátt. Hinn 24 ára gamli ökumaður hélt að Mazda3 bíll sinn gæti losað sig við öflugt mótorhjólið með því að brjóta flest þau umferðarlög sem mögulegt var. Honum varð ekki kápan úr því klæðinu en óhuggulegt er að sjá hann fara á ógnarhraða yfir gatnamót á stöðvunarskildu. Eftirförin endar á því að ökumaðurinn stekkur úr bíl sínum og leggst á flótta á tveimur jafnfljótum, en það fór á sama veg, honum var náð af fótfrárri vörðum laganna sem stormað höfðu að í stórum stíl. Eltingaleikurinn hefst á rólegu nótunum en svo æsast leikar og hraðinn verður ofsafenginn. Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent
Fer á ofsahraða gegnum íbúðarhverfi og virðir engar umferðarreglur. Það er yfir höfuð ógáfuleg iðja að reyna að stinga af lögreglu og enn heimskulegra ef hún er á mótorjóli. Það fékk þessi ungi maður að reyna nýlega í Alabama. Svo vel vildi til að á hjálmi mótorhjólalögreglunnar er hin ágætasta myndavél sem sýnir eltingaleikinn á mjög lifandi hátt. Hinn 24 ára gamli ökumaður hélt að Mazda3 bíll sinn gæti losað sig við öflugt mótorhjólið með því að brjóta flest þau umferðarlög sem mögulegt var. Honum varð ekki kápan úr því klæðinu en óhuggulegt er að sjá hann fara á ógnarhraða yfir gatnamót á stöðvunarskildu. Eftirförin endar á því að ökumaðurinn stekkur úr bíl sínum og leggst á flótta á tveimur jafnfljótum, en það fór á sama veg, honum var náð af fótfrárri vörðum laganna sem stormað höfðu að í stórum stíl. Eltingaleikurinn hefst á rólegu nótunum en svo æsast leikar og hraðinn verður ofsafenginn.
Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent