Fyrsta sýnishorn næstu myndar í Hungurleikaþríleiknum er frumsýnt í dag.
Fyrsta myndin var frumsýnd í fyrra, sló rækilega í gegn og festi hina ungu Jennifer Lawrence í sessi sem eina af vinsælustu leikkonum Hollywood. Hún vann svo Óskarsverðlaun á dögunum fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Silver Linings Playbook.
Hungurleikarnir - Eldar kvikna verður frumsýnd þann 22. nóvember hér á landi og segir, líkt og fyrri myndin, frá ævintýrum hinnar fimu og snjöllu Katniss Everdeen í Hungurleikunum svokölluðu, en myndaflokkurinn er byggður á skáldsögum Suzanne Collins.
Í öðrum hlutverkum eru Liam Hemsworth, Josh Hutcherson, Woody Harrelson, Elizabeth Banks og Donald Sutherland.
Stiklu myndarinnar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Hungurleikarnir: Eldar kvikna - Fyrsta sýnishorn frumsýnt í dag
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar