Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 27-23 | 1-0 fyrir Val Guðmundur Marinó Ingvarsson á Hlíðarenda skrifar 12. apríl 2013 16:45 Mynd/Stefán Valur skoraði fyrsta mark leiksins en Stjarnan sýndi í fyrri hálfleik að liðið getur vel strítt Val og náði Stjarnan fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik 11-7. Stjarnan lék mjög góða vörn framan af en sóknarleikur liðsins fór að hiksta er leið á fyrri hálfleik og náði Valur að minnka muninn í 13-12 fyrir hálfleik án þess þó að leika neitt sérstaklega vel. Þorgerður Anna Atladóttir bar sóknarleik Vals uppi í fyrri hálfleik en hún fékk mun meiri hjálp í seinni hálfleik og þá lék Valur einnig mjög góða vörn og fyrir aftan hana var Guðný Jenný Ásmundsdóttir í sínu besta formi. Stjarnan missti Val fljótt fram úr sér í upphafi seinni hálfleiks og virtust leikmenn liðsins fljótt missa trú á verkefninu. Liðið fór mjög illa með mikinn fjölda dauðafæra og skaut liðið meðal annars fjórum sinnum í stöng af línu í seinni hálfleik auk þess sem Guðný Jenný varði fjölmörg dauðafæri í báðum hálfleikum. Valur vann í raun öruggan sigur en nýtir Stjarnan dauðafærin betur er ljóst að liðið getur unnið leik ef ekki leiki í þessu einvígi. Valur leiðir einvígið 1-0 en næsti leikur er í Mýrinni í Garðabæ á sunnudaginn. Þorgerður: Vitum að við getum tapað fyrir þeim„Svona á þetta að vera í úrslitaleikjum. Við byrjum ekki nógu vel og lentu fjórum undir. Það þýðir ekkert að slaka á og það er fínt að við vitum að ef við slökum á þá lendum við undir,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir sem fór mikinn í sóknarleik Vals í kvöld. „Stjarnan er með frábært lið og þetta verður hörkurimma. Þær byrjuðu tímabilið ekki vel en eru að stíga upp. „Við keyrðum ekki nægjanlega vel til baka fannst mér í fyrri hálfleik. Þær náðu hraðaupphlaupum sem þær skoruðu reyndar ekki mikið úr. Við vorum ragar í sókninni og þurftum allar að taka einu skrefinu nær markinu og ógna meira. Við gerðum það í seinni hálfleik og þá gekk þetta upp og það opnaðist allt. „Þegar maður keyrir hraðann mikið upp þá gera menn mistök en við þurfum klárlega að minnka mistökin. Þær fá hraðaupphlaup þegar maður hendir boltanum í hendurnar á þeim og það er dýrt gegn liði eins og Stjörnunni. „Það er fínt að við vitum að við getum lent undir og við vitum að við getum tapað fyrir þeim. Það þýðir ekkert að slaka á. „Við komum brattar inn í seinni hálfleik og vorum mikið grimmari. Maður finnur það líka þegar það eru menn við hliðina á þér sem eru grimmir og þú getur treyst á þá. Það var mikið bil á milli okkar í fyrri hálfleik en það small í seinni hálfleik. „Þegar það kemur vörn þá gengur eiginlega allt upp. Þá kemur Jenný og þá koma hraðaupphlaupin og seinni bylgjan,“ sagði Þorgerður Anna. Skúli: Mikið stöngin út hjá okkur„Mér fannst við missa einbeitingu í vörn á kafla í seinni hálfleik þar sem við missum þær of langt fram úr okkur og við náum ekki að spóla það til baka,“ sagði Skúli Gunnsteinsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við lékum vel í flottan fyrri hálfleik þó við værum ekki að spila neitt sérstaka sókn. Við börðumst vel og lékum fína vörn. Sóknarleikurinn hefur oft gengið mikið betur en í kvöld. Við eigum mikið inni þar. „Ég er svekktur með tap á útivelli gegn Val eins staðan er núna. Við hefðum klárlega getað fengið meira út úr þessu. „Við þurfum að skoða hvernig við misstum tökin á varnarleiknum í byrjun seinni hálfleiks,“ sagði Skúli sem var svekktur yfir nýtingu dauðafæra í leiknum. „Þetta var mikið stöngin út hjá okkur í kvöld. Það vantaði pínu einbeitingu og mér fannst við óheppnar í skotunum. Það voru mörg stangarskot og dauðafæri sem fóru forgörðum. „Þær náðu ekki að refsa okkur mikið þegar við töpuðum boltanum ekki mikið framan af leik en að sama skapi hefði ég viljað sjá okkur ná fleiri hraðaupphlaupum, sérstaklega í seinni hálfleik. Við náðum ekki að refsa þeim þegar við unnum boltann,“ sagði Skúli að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Valur skoraði fyrsta mark leiksins en Stjarnan sýndi í fyrri hálfleik að liðið getur vel strítt Val og náði Stjarnan fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik 11-7. Stjarnan lék mjög góða vörn framan af en sóknarleikur liðsins fór að hiksta er leið á fyrri hálfleik og náði Valur að minnka muninn í 13-12 fyrir hálfleik án þess þó að leika neitt sérstaklega vel. Þorgerður Anna Atladóttir bar sóknarleik Vals uppi í fyrri hálfleik en hún fékk mun meiri hjálp í seinni hálfleik og þá lék Valur einnig mjög góða vörn og fyrir aftan hana var Guðný Jenný Ásmundsdóttir í sínu besta formi. Stjarnan missti Val fljótt fram úr sér í upphafi seinni hálfleiks og virtust leikmenn liðsins fljótt missa trú á verkefninu. Liðið fór mjög illa með mikinn fjölda dauðafæra og skaut liðið meðal annars fjórum sinnum í stöng af línu í seinni hálfleik auk þess sem Guðný Jenný varði fjölmörg dauðafæri í báðum hálfleikum. Valur vann í raun öruggan sigur en nýtir Stjarnan dauðafærin betur er ljóst að liðið getur unnið leik ef ekki leiki í þessu einvígi. Valur leiðir einvígið 1-0 en næsti leikur er í Mýrinni í Garðabæ á sunnudaginn. Þorgerður: Vitum að við getum tapað fyrir þeim„Svona á þetta að vera í úrslitaleikjum. Við byrjum ekki nógu vel og lentu fjórum undir. Það þýðir ekkert að slaka á og það er fínt að við vitum að ef við slökum á þá lendum við undir,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir sem fór mikinn í sóknarleik Vals í kvöld. „Stjarnan er með frábært lið og þetta verður hörkurimma. Þær byrjuðu tímabilið ekki vel en eru að stíga upp. „Við keyrðum ekki nægjanlega vel til baka fannst mér í fyrri hálfleik. Þær náðu hraðaupphlaupum sem þær skoruðu reyndar ekki mikið úr. Við vorum ragar í sókninni og þurftum allar að taka einu skrefinu nær markinu og ógna meira. Við gerðum það í seinni hálfleik og þá gekk þetta upp og það opnaðist allt. „Þegar maður keyrir hraðann mikið upp þá gera menn mistök en við þurfum klárlega að minnka mistökin. Þær fá hraðaupphlaup þegar maður hendir boltanum í hendurnar á þeim og það er dýrt gegn liði eins og Stjörnunni. „Það er fínt að við vitum að við getum lent undir og við vitum að við getum tapað fyrir þeim. Það þýðir ekkert að slaka á. „Við komum brattar inn í seinni hálfleik og vorum mikið grimmari. Maður finnur það líka þegar það eru menn við hliðina á þér sem eru grimmir og þú getur treyst á þá. Það var mikið bil á milli okkar í fyrri hálfleik en það small í seinni hálfleik. „Þegar það kemur vörn þá gengur eiginlega allt upp. Þá kemur Jenný og þá koma hraðaupphlaupin og seinni bylgjan,“ sagði Þorgerður Anna. Skúli: Mikið stöngin út hjá okkur„Mér fannst við missa einbeitingu í vörn á kafla í seinni hálfleik þar sem við missum þær of langt fram úr okkur og við náum ekki að spóla það til baka,“ sagði Skúli Gunnsteinsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við lékum vel í flottan fyrri hálfleik þó við værum ekki að spila neitt sérstaka sókn. Við börðumst vel og lékum fína vörn. Sóknarleikurinn hefur oft gengið mikið betur en í kvöld. Við eigum mikið inni þar. „Ég er svekktur með tap á útivelli gegn Val eins staðan er núna. Við hefðum klárlega getað fengið meira út úr þessu. „Við þurfum að skoða hvernig við misstum tökin á varnarleiknum í byrjun seinni hálfleiks,“ sagði Skúli sem var svekktur yfir nýtingu dauðafæra í leiknum. „Þetta var mikið stöngin út hjá okkur í kvöld. Það vantaði pínu einbeitingu og mér fannst við óheppnar í skotunum. Það voru mörg stangarskot og dauðafæri sem fóru forgörðum. „Þær náðu ekki að refsa okkur mikið þegar við töpuðum boltanum ekki mikið framan af leik en að sama skapi hefði ég viljað sjá okkur ná fleiri hraðaupphlaupum, sérstaklega í seinni hálfleik. Við náðum ekki að refsa þeim þegar við unnum boltann,“ sagði Skúli að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira