Grimmdarverk í Þingvallavatni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. apríl 2013 08:15 Guttormur Einarsson hefur staðið við bakka Þingvallavatns í hálfa öld og fylgist grannt með á veiðiskapnum þar. Mynd / Úr einkasafni. Guttormur P. Einarsson, einn fremsti sérfræðingur landsins í stangveiði við Þingvallavatn, segir uggvænlegar breytingar ógna vatninu. Sumir veiðimenn sigli undir fölsku flaggi. Guttormur lýsir viðhorfum sínum í tilefni ákvörðunar Þingvallanefndar um næturveiðibann frá klukkan 23.30 til 5.00 og umræðunnar í kjölfar hennar í bréfi til Ólafs Arnar Haraldssonar þjóðgarðsvarðar. Þar segir Guttormur bannið eiga að vera veiðimönnum að meinalausu en eins og komið hefur fram hefur nú verið ákveðið að draga bannið til baka. Guttormur gaf Veiðivísi góðfúslega leyfi til að birta bréfið og fer það hér á eftir með millifyrirsögnum okkar: „Ágætu forvígismenn og stjórn þjóðgarðsins á Þingvöllum. Í fimm áratugi hef ég stundað fluguveiði í þjóðgarðinum, tíðum í samfloti með færustu fluguveiðimönnum sem gæta alls hins besta í umgengni. Óþarft er að tíunda dásemdir umhverfisins og lífríkisins á Þingvöllum, sem allir skynja og njóta í hvert sinn er þangað kemur. Það eru alhliða verðmæti, andleg, söguleg og heilsusamleg, sem þið kappkostið að varðveita landsmönnum og komandi kynslóðum til heilla.Uggvænlegar breytingar Á síðasta áratug hafa breytingar í umhverfinu og í lífríki vatnsins vakið ugg hjá okkur og hefur sú þróun stigmagnast á síðustu árum, með vaxandi ánauð vegna umgengni í garðinum og við vatnið. Löngu áður en umræðan hófst fór að bera á auknum svifgróðri þörunga sem skyggðu vatnið, samfara ört vaxandi og botnlægum grænum slýþörungum á grunnslóð, sem spilla veiðistöðum af lífrænum ástæðum. Fiskurinn hefur því flutt sig á aðra staði þar sem botnlægt æti hefur enn griðland. Ástæður þessa eru ugglaust þær sem nefndar hafa verið, eða veðrabreytingar sem torsótt er að hamla gegn, en aðrar viðráðanlegri af manna völdum.Lofsverð viðleitni Viðleitni ykkar til að bregðast við þessu er lofsverð og heilshugar studd af okkur fluguveiðimönnum, sem nálgumst vatn og bráð af virðingu fyrir þeirri tilveru sem þar hefur mótast um árþúsundir og halda verður óspilltu gildi sínu. En til þess að svo megi verða er í mörg horn að líta.Strangt eftirlit nauðsynlegt Það er fortakslaus nauðsyn að halda úti strangri vakt á svæðinu og gæta þannig að tilhlýðilegri umgengni í garðinum og við vatnið. Takmörk veiðitíma eiga að vera okkur veiðimönnum að meinalausu, jafnvel frá kl. 11.30 að kveldi til 6.00 að morgni. Ætisleit kuðungableikjunnar sem fluguveiðimenn sækjast helst eftir ræðst af framboði ætis, sem er helst innan þessara tímamarka. Ránfiskarnir urriði og sílableikja fást þá einnig, en elta þó bráð á öllum tímum sólarhrings.Fluguveiðar yfirvarp beituveiðimanna Veiðar með spæni og maðki er barnaglingur, en hvers konar feitmeti í agni beinist alfarið gegn urriðanum, konungi vatnsins sem á erfitt uppdráttar og því ódrengilegt grimmdarverk fávísra og vanþroska einstaklinga. Eftirlit gegn því er vandaverk, því gjarnan er pukrast með þá tilburði, svo sem af ákafamönnum af erlendum uppruna, sem staðnir hafa verið að veiðum með fjölmörgum beitustöngum, földum á bakkanum í grasi og kjarri, en látast samtímis ástunda fluguveiðar sem yfirvarp. Því er ekki nóg að hafa tilsýndar eftirlit með veiðimönnum og kanna verður nærumhverfi þeirra.Ósæmandi að herja á soltna urriða Eins er það ósæmandi af tilteknum fluguveiðimönnum sem herjað hafa á síðustu árum á urriðann snemma vors, þegar hann hopar úr Öxará eða frá öðrum hrygningarstöðum, og liggur á leirunum úti fyrir árósnum til að jafna sig eftir vetrardvöl í straumvatninu. Með því að vaða út leirurnar komast þessir menn í námunda við legustaðinn og ginna soltna og aflvana fiskana með girnilegum straumflugum. Og þótt svo sumir þeirra sleppi þeim, eftir að hafa þreytt úr þeim þann litla mátt sem er fiskunum nauðsynlegur til að hefja lífsbaráttuna að nýju úti í vatninu, er augljóst að lífslíkur þeirra verða hverfandi og allsendis óvíst hvort þeir lifi vorið af.Útgerðarmenn á bátum ekki undanskildir Þessi tvö dæmi ættu að skýra hve nauðsynlegt er að halda úti öflugu og nákvæmu eftirliti með allri flóru veiðimanna í þjóðgarðinum, og eins eru útgerðarmenn á bátum ekki undanskildir. Við sem stundum fluguveiðiskap af virðingu fyrir umhverfi og bráð erum nú flestir vopnum búnir með farsímum og getum því, samvisku okkar vegna, hringt í eftirlitsmann þjóðgarðsins og látið vita, verðum við varir við augljós brot á settum reglum. Tökum höndum saman og stöndum vörð um þjóðgarðinn og lífríki Þingvallavatns.“ Þannig mælist Guttormi P. Einarssyni, hinum þaulreynda Þingvallaveiðimanni. Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Guttormur P. Einarsson, einn fremsti sérfræðingur landsins í stangveiði við Þingvallavatn, segir uggvænlegar breytingar ógna vatninu. Sumir veiðimenn sigli undir fölsku flaggi. Guttormur lýsir viðhorfum sínum í tilefni ákvörðunar Þingvallanefndar um næturveiðibann frá klukkan 23.30 til 5.00 og umræðunnar í kjölfar hennar í bréfi til Ólafs Arnar Haraldssonar þjóðgarðsvarðar. Þar segir Guttormur bannið eiga að vera veiðimönnum að meinalausu en eins og komið hefur fram hefur nú verið ákveðið að draga bannið til baka. Guttormur gaf Veiðivísi góðfúslega leyfi til að birta bréfið og fer það hér á eftir með millifyrirsögnum okkar: „Ágætu forvígismenn og stjórn þjóðgarðsins á Þingvöllum. Í fimm áratugi hef ég stundað fluguveiði í þjóðgarðinum, tíðum í samfloti með færustu fluguveiðimönnum sem gæta alls hins besta í umgengni. Óþarft er að tíunda dásemdir umhverfisins og lífríkisins á Þingvöllum, sem allir skynja og njóta í hvert sinn er þangað kemur. Það eru alhliða verðmæti, andleg, söguleg og heilsusamleg, sem þið kappkostið að varðveita landsmönnum og komandi kynslóðum til heilla.Uggvænlegar breytingar Á síðasta áratug hafa breytingar í umhverfinu og í lífríki vatnsins vakið ugg hjá okkur og hefur sú þróun stigmagnast á síðustu árum, með vaxandi ánauð vegna umgengni í garðinum og við vatnið. Löngu áður en umræðan hófst fór að bera á auknum svifgróðri þörunga sem skyggðu vatnið, samfara ört vaxandi og botnlægum grænum slýþörungum á grunnslóð, sem spilla veiðistöðum af lífrænum ástæðum. Fiskurinn hefur því flutt sig á aðra staði þar sem botnlægt æti hefur enn griðland. Ástæður þessa eru ugglaust þær sem nefndar hafa verið, eða veðrabreytingar sem torsótt er að hamla gegn, en aðrar viðráðanlegri af manna völdum.Lofsverð viðleitni Viðleitni ykkar til að bregðast við þessu er lofsverð og heilshugar studd af okkur fluguveiðimönnum, sem nálgumst vatn og bráð af virðingu fyrir þeirri tilveru sem þar hefur mótast um árþúsundir og halda verður óspilltu gildi sínu. En til þess að svo megi verða er í mörg horn að líta.Strangt eftirlit nauðsynlegt Það er fortakslaus nauðsyn að halda úti strangri vakt á svæðinu og gæta þannig að tilhlýðilegri umgengni í garðinum og við vatnið. Takmörk veiðitíma eiga að vera okkur veiðimönnum að meinalausu, jafnvel frá kl. 11.30 að kveldi til 6.00 að morgni. Ætisleit kuðungableikjunnar sem fluguveiðimenn sækjast helst eftir ræðst af framboði ætis, sem er helst innan þessara tímamarka. Ránfiskarnir urriði og sílableikja fást þá einnig, en elta þó bráð á öllum tímum sólarhrings.Fluguveiðar yfirvarp beituveiðimanna Veiðar með spæni og maðki er barnaglingur, en hvers konar feitmeti í agni beinist alfarið gegn urriðanum, konungi vatnsins sem á erfitt uppdráttar og því ódrengilegt grimmdarverk fávísra og vanþroska einstaklinga. Eftirlit gegn því er vandaverk, því gjarnan er pukrast með þá tilburði, svo sem af ákafamönnum af erlendum uppruna, sem staðnir hafa verið að veiðum með fjölmörgum beitustöngum, földum á bakkanum í grasi og kjarri, en látast samtímis ástunda fluguveiðar sem yfirvarp. Því er ekki nóg að hafa tilsýndar eftirlit með veiðimönnum og kanna verður nærumhverfi þeirra.Ósæmandi að herja á soltna urriða Eins er það ósæmandi af tilteknum fluguveiðimönnum sem herjað hafa á síðustu árum á urriðann snemma vors, þegar hann hopar úr Öxará eða frá öðrum hrygningarstöðum, og liggur á leirunum úti fyrir árósnum til að jafna sig eftir vetrardvöl í straumvatninu. Með því að vaða út leirurnar komast þessir menn í námunda við legustaðinn og ginna soltna og aflvana fiskana með girnilegum straumflugum. Og þótt svo sumir þeirra sleppi þeim, eftir að hafa þreytt úr þeim þann litla mátt sem er fiskunum nauðsynlegur til að hefja lífsbaráttuna að nýju úti í vatninu, er augljóst að lífslíkur þeirra verða hverfandi og allsendis óvíst hvort þeir lifi vorið af.Útgerðarmenn á bátum ekki undanskildir Þessi tvö dæmi ættu að skýra hve nauðsynlegt er að halda úti öflugu og nákvæmu eftirliti með allri flóru veiðimanna í þjóðgarðinum, og eins eru útgerðarmenn á bátum ekki undanskildir. Við sem stundum fluguveiðiskap af virðingu fyrir umhverfi og bráð erum nú flestir vopnum búnir með farsímum og getum því, samvisku okkar vegna, hringt í eftirlitsmann þjóðgarðsins og látið vita, verðum við varir við augljós brot á settum reglum. Tökum höndum saman og stöndum vörð um þjóðgarðinn og lífríki Þingvallavatns.“ Þannig mælist Guttormi P. Einarssyni, hinum þaulreynda Þingvallaveiðimanni.
Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði