Tesla söluhæsti rafmagnsbíllinn Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2013 08:45 Seldist í 4.750 eintökum á fyrsta ársfjórðungi. Líklega eru Chevrolet Volt og Nissan Leaf þeir bílar sem koma upp í huga flestra þegar nefndir eru rafmagnsbílar, hvað þá ef nefna á þá söluhæstu. Samt sem áður er við því búist þegar endanlegar tölur skýrast að Tesla Model S hafi verið söluhæsti rafmagnsbíll heims á fyrsta ársfjórðungi. Talið er að 4.750 Tesla Model S bílar hafi selst. Chevrolet Volt seldist á sama tíma í 4.421 eintaki og Nissan Leaf 3.695. Bæði Chevrolet Volt og Nissan Leaf hafa verið lengur á markaði en Tesla Model S og því þykja þessar tölur enn fréttnæmari. Þeir eru einnig báðir frá mjög stórum framleiðendum, en Tesla er algert smáfyrirtæki í samanburði. Tesla Model S er að auki dýr bíll og verðmiði hans talsvert hærri en hinna tveggja til samans. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent
Seldist í 4.750 eintökum á fyrsta ársfjórðungi. Líklega eru Chevrolet Volt og Nissan Leaf þeir bílar sem koma upp í huga flestra þegar nefndir eru rafmagnsbílar, hvað þá ef nefna á þá söluhæstu. Samt sem áður er við því búist þegar endanlegar tölur skýrast að Tesla Model S hafi verið söluhæsti rafmagnsbíll heims á fyrsta ársfjórðungi. Talið er að 4.750 Tesla Model S bílar hafi selst. Chevrolet Volt seldist á sama tíma í 4.421 eintaki og Nissan Leaf 3.695. Bæði Chevrolet Volt og Nissan Leaf hafa verið lengur á markaði en Tesla Model S og því þykja þessar tölur enn fréttnæmari. Þeir eru einnig báðir frá mjög stórum framleiðendum, en Tesla er algert smáfyrirtæki í samanburði. Tesla Model S er að auki dýr bíll og verðmiði hans talsvert hærri en hinna tveggja til samans.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent