Tesla söluhæsti rafmagnsbíllinn Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2013 08:45 Seldist í 4.750 eintökum á fyrsta ársfjórðungi. Líklega eru Chevrolet Volt og Nissan Leaf þeir bílar sem koma upp í huga flestra þegar nefndir eru rafmagnsbílar, hvað þá ef nefna á þá söluhæstu. Samt sem áður er við því búist þegar endanlegar tölur skýrast að Tesla Model S hafi verið söluhæsti rafmagnsbíll heims á fyrsta ársfjórðungi. Talið er að 4.750 Tesla Model S bílar hafi selst. Chevrolet Volt seldist á sama tíma í 4.421 eintaki og Nissan Leaf 3.695. Bæði Chevrolet Volt og Nissan Leaf hafa verið lengur á markaði en Tesla Model S og því þykja þessar tölur enn fréttnæmari. Þeir eru einnig báðir frá mjög stórum framleiðendum, en Tesla er algert smáfyrirtæki í samanburði. Tesla Model S er að auki dýr bíll og verðmiði hans talsvert hærri en hinna tveggja til samans. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent
Seldist í 4.750 eintökum á fyrsta ársfjórðungi. Líklega eru Chevrolet Volt og Nissan Leaf þeir bílar sem koma upp í huga flestra þegar nefndir eru rafmagnsbílar, hvað þá ef nefna á þá söluhæstu. Samt sem áður er við því búist þegar endanlegar tölur skýrast að Tesla Model S hafi verið söluhæsti rafmagnsbíll heims á fyrsta ársfjórðungi. Talið er að 4.750 Tesla Model S bílar hafi selst. Chevrolet Volt seldist á sama tíma í 4.421 eintaki og Nissan Leaf 3.695. Bæði Chevrolet Volt og Nissan Leaf hafa verið lengur á markaði en Tesla Model S og því þykja þessar tölur enn fréttnæmari. Þeir eru einnig báðir frá mjög stórum framleiðendum, en Tesla er algert smáfyrirtæki í samanburði. Tesla Model S er að auki dýr bíll og verðmiði hans talsvert hærri en hinna tveggja til samans.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent