Volkswagen fækkar starfsfólki Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2013 12:45 Það eru ekki bara franskir bílaframleiðendur sem þurfa að segja upp starfsfólki Skáru niður um 500 störf í Bandaríkjunum og fækkun í Evrópu blasir við. Þrátt fyrir ágætt gengi Volkswagen þarf fyrirtækið, eins og svo mörg önnur bílafyrirtæki, að skera niður í hópi starfskrafta sinna. Fyrir skömmu fækkaði Volkswagen starfsfólki í verksmiðju sinni í Chattanooga í Tennessee-fylki í Bandaríkjunum um 500 manns. Var það gert vegna minnkandi eftirspurnar eftir Volkswagen Passat vestanhafs. Fækkun starfa gæti einnig orðið í Evrópu á næstunni og Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen hefur ljáð máls á niðurskurði starfskrafta sökum dræmrar sölu bíla í álfunni. Hann hefur þó að engu leiti beygt af leið með áform fyrirtækisins um að verða stærsti bílaframleiðandi heims árið 2018. Volkswagen ætlar til að mynda að tvöfalda framleiðslu sína í Kína á næstu fimm árum. Mun sú aukning gera betur en bæta upp þá sölutregðu sem er í Evrópu. Ennfremur ætlar Volkswagen að bæta við 1.500 sölustöðum á þeim mörkuðum sem vaxa hvað hraðast í heiminum og bætast þeir við þá 20.000 sölustaði sem fyrir eru. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent
Skáru niður um 500 störf í Bandaríkjunum og fækkun í Evrópu blasir við. Þrátt fyrir ágætt gengi Volkswagen þarf fyrirtækið, eins og svo mörg önnur bílafyrirtæki, að skera niður í hópi starfskrafta sinna. Fyrir skömmu fækkaði Volkswagen starfsfólki í verksmiðju sinni í Chattanooga í Tennessee-fylki í Bandaríkjunum um 500 manns. Var það gert vegna minnkandi eftirspurnar eftir Volkswagen Passat vestanhafs. Fækkun starfa gæti einnig orðið í Evrópu á næstunni og Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen hefur ljáð máls á niðurskurði starfskrafta sökum dræmrar sölu bíla í álfunni. Hann hefur þó að engu leiti beygt af leið með áform fyrirtækisins um að verða stærsti bílaframleiðandi heims árið 2018. Volkswagen ætlar til að mynda að tvöfalda framleiðslu sína í Kína á næstu fimm árum. Mun sú aukning gera betur en bæta upp þá sölutregðu sem er í Evrópu. Ennfremur ætlar Volkswagen að bæta við 1.500 sölustöðum á þeim mörkuðum sem vaxa hvað hraðast í heiminum og bætast þeir við þá 20.000 sölustaði sem fyrir eru.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent