Hagnaður Volkswagen og Daimler minnkar Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2013 16:03 Ætli nýr Golf eigi ekki vænan hlut í hagnaði Volkswagen? Var 155% meiri hjá Volkswagen en Daimler fyrsta ársfjórðunginn. Erfiður Evrópumarkaður og miklar fjárfestingar í nýjum bílum minnkaði hagnað Volkswagen á fyrsta ársfjórðungi um 26% frá því í fyrra. Samt ætlar VW ekki að lækka hagnaðarspá fyrirtækisins fyrir allt árið sem kveður á um sama hagnað og í fyrra, 11,5 milljarð Evra. Hagnaðurinn nú var 2,34 milljarðar Evra, eða 358 milljarðar króna. Velta VW féll 1,6% milli ára en kostnaður jókst. Sala allrar VW samstæðunnar með sín 12 merki nam 864.400 bílum í mars einum. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, upplifði enn meira fall hagnaðar, eða um 56%. Daimler náði 917 milljón Evra hagnaði en á sama tíma í fyrra 2,1 milljarði Evra. Veltan dróst saman um 3% hjá Mercedes og á hinum mikilvæga markaði í Kína var samdrátturinn 11%. Það var þó hinn erfiði Evrópumarkaður sem stærstan þátt á í minnkaðri sölu og hagnaði, en hann skrapp í heildina saman um 9,7% og um 13% í Þýskalandi. Jákvæðu fréttirnar fyrir Mercedes Benz í Evrópu eru helst þær að í mars jókst salan þar um 0,8% en minnkaði um 4,5% hjá BMW og 15,0% hjá Audi. Mercedes Benz er aðeins á eftir keppinautunum BMW og Audi í sölu, en á fyrsta ársfjórðungnum seldi Mercedes 324.898 bíla, Audi 369.500 og BMW 381.404 eintök. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Var 155% meiri hjá Volkswagen en Daimler fyrsta ársfjórðunginn. Erfiður Evrópumarkaður og miklar fjárfestingar í nýjum bílum minnkaði hagnað Volkswagen á fyrsta ársfjórðungi um 26% frá því í fyrra. Samt ætlar VW ekki að lækka hagnaðarspá fyrirtækisins fyrir allt árið sem kveður á um sama hagnað og í fyrra, 11,5 milljarð Evra. Hagnaðurinn nú var 2,34 milljarðar Evra, eða 358 milljarðar króna. Velta VW féll 1,6% milli ára en kostnaður jókst. Sala allrar VW samstæðunnar með sín 12 merki nam 864.400 bílum í mars einum. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, upplifði enn meira fall hagnaðar, eða um 56%. Daimler náði 917 milljón Evra hagnaði en á sama tíma í fyrra 2,1 milljarði Evra. Veltan dróst saman um 3% hjá Mercedes og á hinum mikilvæga markaði í Kína var samdrátturinn 11%. Það var þó hinn erfiði Evrópumarkaður sem stærstan þátt á í minnkaðri sölu og hagnaði, en hann skrapp í heildina saman um 9,7% og um 13% í Þýskalandi. Jákvæðu fréttirnar fyrir Mercedes Benz í Evrópu eru helst þær að í mars jókst salan þar um 0,8% en minnkaði um 4,5% hjá BMW og 15,0% hjá Audi. Mercedes Benz er aðeins á eftir keppinautunum BMW og Audi í sölu, en á fyrsta ársfjórðungnum seldi Mercedes 324.898 bíla, Audi 369.500 og BMW 381.404 eintök.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent