Fram tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik með 21-17 sigri á ÍBV í Eyjum í dag. Fram mætir Val eða Stjörnunni í úrslitaeinvíginu.
Jafnfræði var með liðunum framan af leik. Gestirnir úr Safamýri náðu þó frumkvæðinu undidr lok fyrri hálfleiks og leiddu í hálfleik 10-7.
Framarar náðu mest fimm marka forskoti í síðari hálfleik og sigurinn var aldrei í hættu. Liðið lék án Birnu Berg Haraldsdóttur sem handarbrotnaði í þriðja leik liðanna í Safamýri. Þá lék Stella Sigurðardóttir ekki með Framkonum vegna handarmeiðsla.
Á mánudagskvöldið kemur í ljós hver mótherji Fram verður í úrslitum. Þá mætast Valur og Stjarnan í fimmta leik liðanna en Valur lagði Stjörnuna að velli í fjórða leiknum í Garðabæ í dag.
Upplýsingar frá vefmiðlinum Fimmeinn.is.
Framkonur í úrslitin

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 22-26 | Oddaleikur á mánudag
Valur lagði Stjörnuna af velli í fjórða leik liðana í undanúrslitum í N1 deild kvenna, 22-26. Valur knúði þar með fram oddaleik í einvígi liðana um að komast í úrslitaleikinn.