Bandarískir bílaframleiðendur vinna á heima Finnur Thorlacius skrifar 1. maí 2013 08:45 Ford Fusion selst nú eins og heitar lummur í Bandaríkjunum á kostnað Toyota Camry og Honda Accord Ford, GM og Chrysler juku öll við markaðshlutdeild sína. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þeim bílaframleiðendum sem gengið hefur verst í Bandaríkjunum undanfarna tvo áratugi eru einmitt þaðan. Þeir hafa stöðugt tapað hlutdeild til framleiðenda frá Japan, Þýskalandi, Kóreu og fleiri þjóðum. Nú hefur hið óvænta hinsvegar gerst að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs juku heimaframleiðendurnir hlutdeild sína á kostnað hinna. Það hafði ekki gerst í 80 ársfjórðunga í röð. Öll stóru 3 fyrirtækin GM, Ford og Chrysler juku við hlutdeild sína og það sem meira er, það er búist við því að það haldi áfram. Aukin gæði í smíði bandarískra bíla er sagt meginvaldur þessara straumhvarfa. Bílasala í Bandaríkjunum gengur um þessar mundir mjög vel svo það eykur enn á gleði heimaframleiðendanna. Allt stefnir í ríflega 15 milljón bíla sölu í ár, sem yrði besta bílasöluár síðan 2007. Ford, GM og Chrysler græddu 0,7%, 0,5% og 0,2% hlutdeild á samkeppnina, eða 1,4% til samans og hafa nú 45,6% markaðarins. Árið 1993 áttu þeir hinsvegar 74,3% markaðarins. Bandarísku framleiðendurnir mega þó ekki halla sér aftur, slappa af og njóta árangurins lengi því lækkandi gengi japanska yensins gefur þeim japönsku tækifæri til frekari sóknar og búist er við að það muni enn lækka. Á móti kemur að gengi kóreska Wonsins er enn að styrkjast og það er vatn á millu Ford, GM og Chrysler. Hyundai og Kia töpuðu bæði talsverðri markaðshlutdeild á fyrsta fjórðungi ársins í Bandaríkjunum, eftir mörg ár í mikilli sókn. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent
Ford, GM og Chrysler juku öll við markaðshlutdeild sína. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þeim bílaframleiðendum sem gengið hefur verst í Bandaríkjunum undanfarna tvo áratugi eru einmitt þaðan. Þeir hafa stöðugt tapað hlutdeild til framleiðenda frá Japan, Þýskalandi, Kóreu og fleiri þjóðum. Nú hefur hið óvænta hinsvegar gerst að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs juku heimaframleiðendurnir hlutdeild sína á kostnað hinna. Það hafði ekki gerst í 80 ársfjórðunga í röð. Öll stóru 3 fyrirtækin GM, Ford og Chrysler juku við hlutdeild sína og það sem meira er, það er búist við því að það haldi áfram. Aukin gæði í smíði bandarískra bíla er sagt meginvaldur þessara straumhvarfa. Bílasala í Bandaríkjunum gengur um þessar mundir mjög vel svo það eykur enn á gleði heimaframleiðendanna. Allt stefnir í ríflega 15 milljón bíla sölu í ár, sem yrði besta bílasöluár síðan 2007. Ford, GM og Chrysler græddu 0,7%, 0,5% og 0,2% hlutdeild á samkeppnina, eða 1,4% til samans og hafa nú 45,6% markaðarins. Árið 1993 áttu þeir hinsvegar 74,3% markaðarins. Bandarísku framleiðendurnir mega þó ekki halla sér aftur, slappa af og njóta árangurins lengi því lækkandi gengi japanska yensins gefur þeim japönsku tækifæri til frekari sóknar og búist er við að það muni enn lækka. Á móti kemur að gengi kóreska Wonsins er enn að styrkjast og það er vatn á millu Ford, GM og Chrysler. Hyundai og Kia töpuðu bæði talsverðri markaðshlutdeild á fyrsta fjórðungi ársins í Bandaríkjunum, eftir mörg ár í mikilli sókn.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent