Mercedes Benz og Aston Martin í samstarf Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2013 16:20 Aston martin Vanquish Hafnar eru viðræður milli Mercedes Benz og Aston Martin um samstarf í tækniþróun og samnýtingu íhluta og birgja. Með samstarfinu ætla bæði fyrirtæki að lækka kostnað við þróun nýrra bíla en mjög kostnaðarsamt er að hanna og þróa nýja bíla og selja þarf marga slíka til að bera kostnaðinn. Það á ekki svo vel við margar af dýrari gerðir bíla beggja framleiðendanna. Ekki hefur verið skrifað undir samning milli þeirra enn þó viðræður bendi til að til samstarfs verði stofnað. Aston Martin greindi frá því í janúar að fyrirtækið áformi að leggja til 500 milljón pund til þróunar nýrra bíla á næstu 4 árum í samkeppninni við Bentley, Ferrari og Maserati. Ef til vill lækkar sú tala með samstarfinu við Mercedes Benz og bílar Aston Martin verða samkeppnishæfari fyrir vikið. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent
Hafnar eru viðræður milli Mercedes Benz og Aston Martin um samstarf í tækniþróun og samnýtingu íhluta og birgja. Með samstarfinu ætla bæði fyrirtæki að lækka kostnað við þróun nýrra bíla en mjög kostnaðarsamt er að hanna og þróa nýja bíla og selja þarf marga slíka til að bera kostnaðinn. Það á ekki svo vel við margar af dýrari gerðir bíla beggja framleiðendanna. Ekki hefur verið skrifað undir samning milli þeirra enn þó viðræður bendi til að til samstarfs verði stofnað. Aston Martin greindi frá því í janúar að fyrirtækið áformi að leggja til 500 milljón pund til þróunar nýrra bíla á næstu 4 árum í samkeppninni við Bentley, Ferrari og Maserati. Ef til vill lækkar sú tala með samstarfinu við Mercedes Benz og bílar Aston Martin verða samkeppnishæfari fyrir vikið.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent