Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 7-0 | Elín Metta með fernu Einar Njálsson á Vodafone-vellinum skrifar 7. maí 2013 18:45 Mynd/Ernir Elín Metta Jensen skoraði fjögur mörk og gaf að auki tvær stoðsendingar þegar Valur vann 7-0 stórsigur á Aftureldingu í leik liðanna á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta. Elín Metta var markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð og hún var búin skora fyrsta mark leiksins eftir aðeins þriggja mínútna leik. Elín skoraði tvö fyrstu mörkin og lagði síðan upp næstu tvö. Hún innsiglaði síðan fernu sína með tveimur mörkum undir lok leiksins. Rakel Logadóttir lék sinn 200. leik í efstu deild í kvöld og hélt upp á það með því að skora þriðja mark liðsins. Hin mörkin skoruðu þær Hildur Antonsdóttir, og Katrín Gylfadóttir. Leikurinn í kvöld byrjaði fjörlega og Afturelding fékk fyrsta færi leiksins þegar fyrrum leikmaður Vals, Thelma Hjaltalín slapp ein innfyrir vörn Vals en skot hennar fór framhjá markinu. En það var Valur sem skoraði fyrsta markið og var þar að verki Elín Metta þegar hún komst inn í misheppnaða sendingu til baka frá varnarmanni Aftureldingar á markvörð sinn. Elín lætur ekki slíkt færi framhjá sér fara og setti knöttinn auðveldlega í autt markið. Elín var síðan aftur á ferðinni á 25 mínútu þegar hún kom Val í 2-0 eftir góðan undirbúning Dagnýjar Brynjarsdóttur. Rétt fyrir hálfleik skoraði fyrirliðinn Rakel Logadóttir í sínum 200. mótsleik fyrir Val og heimamenn fóru inn í hálfleik með 3-0 forystu. Afturelding mætti mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og ætluðu greinilega ekki að láta valta yfir sig. Valur hélt áfram sýnu spili og uppskáru 4. markið á 58. mínútu en þar var að verki Hildur Antonsdóttir eftir undirbúning Elínar Mettu. Eftir fjórða markið var eins og Afturelding gæfist endanlega upp og Valsarar gengu á lagið. Katrín Gylfadóttir skoraði fallegasta mark kvöldsins þegar hún átti fast skot fyrir utan teig sem Halla Margrét markvörður Aftureldingar átti ekki möguleika að verja. Elín Metta kórónaði síðan góðan leik sinn með 2 mörkum í lok leiksins, það seinna eftir að hafa leikið laglega á varnarmann Aftureldingar. Valur gaf heldur betur tóninn fyrir sumarið með frammistöðu sinni í kvöld. Valsarar spiluðu vel og voru vel skipulagðar. Ekki reyndi mikið á varnarlínu þeirra en sóknarlega má búast við miklu frá Val í sumar. Lið Vals er reyndara og eldra en í fyrra og hafa bætt við sig tveimur reynsluboltum í vetur með þeim Emblu Grétarsdóttur og Kristínu Ýr en sú síðarnefnda kom af bekknum í dag - ekki slæmt að eiga hana inni. Afturelding átti ekki góðan dag í kvöld og mætti hreinlega ofjörlum sínum, liðið verður að spila betur í næsta leik ef þær ætla sér að ná í stig gegn Þrótti. Ber þó að geta að þær reyndu oft á tíðum að halda boltanum innan liðsins en með misjöfnum árangri. Úrslitin voru eins og áður segir sanngjörn.Helena Ólafs: Stefnan er sett á toppbaráttuna Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals, var sátt við leik sinna stelpna í kvöld „Við náðum einungis í eitt stig á móti Aftureldingu í fyrra og þurftum að byrja mótið af krafti. Ég hefði bjóst ekki við að þetta yrði svona stór sigur en þetta var okkar dagur en ekki þeirra. Sóknarleikurinn okkar var flottur í dag," sagði Helena. Valur hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2010 sem telst vera löng bið á þeim bænum. Helena segir Val setja stefnuna á toppbaráttuna í sumar. „Við ætlum að fikra okkur nær toppnum en Valur var í fyrra og ætlum að taka þátt í toppbaráttunni," sagði Helena. Rakel Logadóttir: Liðið er ferskara en í fyrra Rakel Logadóttir, fyrirliði Vals, vissi ekki alveg við hverju hún átti að búast fyrir leikinn: „Ég bjóst eiginlega ekki við neinu, við ætluðum bara að vinna þennan leik í dag, við vorum ótrúlega þéttar, vel skipulagðar og þá gerist þetta, mörkin komu þá sjálfkrafa," sagði Rakel. „Mér finnst liðið ferskara en í fyrra og meiri léttleiki í kringum liðið. Við ætlum klárlega að stefna á toppbaráttuna sem verður mjög jöfn í þessari jöfnu deild," sagði Rakel. Elín Metta Jensen átti mjög góðan leik í dag og að sögn Rakelar með sannkallað markanef: „Hún á eftir að halda áfram að skora í sumar".John Andrews: Ræðst ekki í leikjum á móti toppliðunum John Andrews, þjálfari Aftureldingar, taldi lið sitt hafa einfaldlega mætt betra liði í kvöld: „Ég held að lið mitt hafi jafnvel vanmetið Valsliðið. Valsarar spiluðu frábærlega í dag og það verður erfitt fyrir lið að vinna hér í sumar," sagði John. Afturelding náði ekki að ógna Val að neinu ráði í leiknum: „Við náðum ekki að spila sama fótbolta og við höfum sýnt í vetur og við verðum að laga það. Vinnusemin í leikmönnum mínum var samt sem áður til fyrirmyndar en þær mættu einfaldlega frábæru Vals liði í dag. Við munum fara yfir okkar mál og mæta tilbúnar í næsta leik gegn Þrótti," sagði John. „Við erum ekki hrædd við nein lið en okkar tímabil mun ekki ákvarðast á leikjum við liðin í toppbaráttunni heldur á úrslitum við lið sem eru nær okkar styrkleika. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tapa í fyrsta umferð en við munum komast yfir þetta og mæta tilbúin í næsta leik," sagði John bjartsýnn og ákveðinn. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Elín Metta Jensen skoraði fjögur mörk og gaf að auki tvær stoðsendingar þegar Valur vann 7-0 stórsigur á Aftureldingu í leik liðanna á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta. Elín Metta var markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð og hún var búin skora fyrsta mark leiksins eftir aðeins þriggja mínútna leik. Elín skoraði tvö fyrstu mörkin og lagði síðan upp næstu tvö. Hún innsiglaði síðan fernu sína með tveimur mörkum undir lok leiksins. Rakel Logadóttir lék sinn 200. leik í efstu deild í kvöld og hélt upp á það með því að skora þriðja mark liðsins. Hin mörkin skoruðu þær Hildur Antonsdóttir, og Katrín Gylfadóttir. Leikurinn í kvöld byrjaði fjörlega og Afturelding fékk fyrsta færi leiksins þegar fyrrum leikmaður Vals, Thelma Hjaltalín slapp ein innfyrir vörn Vals en skot hennar fór framhjá markinu. En það var Valur sem skoraði fyrsta markið og var þar að verki Elín Metta þegar hún komst inn í misheppnaða sendingu til baka frá varnarmanni Aftureldingar á markvörð sinn. Elín lætur ekki slíkt færi framhjá sér fara og setti knöttinn auðveldlega í autt markið. Elín var síðan aftur á ferðinni á 25 mínútu þegar hún kom Val í 2-0 eftir góðan undirbúning Dagnýjar Brynjarsdóttur. Rétt fyrir hálfleik skoraði fyrirliðinn Rakel Logadóttir í sínum 200. mótsleik fyrir Val og heimamenn fóru inn í hálfleik með 3-0 forystu. Afturelding mætti mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og ætluðu greinilega ekki að láta valta yfir sig. Valur hélt áfram sýnu spili og uppskáru 4. markið á 58. mínútu en þar var að verki Hildur Antonsdóttir eftir undirbúning Elínar Mettu. Eftir fjórða markið var eins og Afturelding gæfist endanlega upp og Valsarar gengu á lagið. Katrín Gylfadóttir skoraði fallegasta mark kvöldsins þegar hún átti fast skot fyrir utan teig sem Halla Margrét markvörður Aftureldingar átti ekki möguleika að verja. Elín Metta kórónaði síðan góðan leik sinn með 2 mörkum í lok leiksins, það seinna eftir að hafa leikið laglega á varnarmann Aftureldingar. Valur gaf heldur betur tóninn fyrir sumarið með frammistöðu sinni í kvöld. Valsarar spiluðu vel og voru vel skipulagðar. Ekki reyndi mikið á varnarlínu þeirra en sóknarlega má búast við miklu frá Val í sumar. Lið Vals er reyndara og eldra en í fyrra og hafa bætt við sig tveimur reynsluboltum í vetur með þeim Emblu Grétarsdóttur og Kristínu Ýr en sú síðarnefnda kom af bekknum í dag - ekki slæmt að eiga hana inni. Afturelding átti ekki góðan dag í kvöld og mætti hreinlega ofjörlum sínum, liðið verður að spila betur í næsta leik ef þær ætla sér að ná í stig gegn Þrótti. Ber þó að geta að þær reyndu oft á tíðum að halda boltanum innan liðsins en með misjöfnum árangri. Úrslitin voru eins og áður segir sanngjörn.Helena Ólafs: Stefnan er sett á toppbaráttuna Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals, var sátt við leik sinna stelpna í kvöld „Við náðum einungis í eitt stig á móti Aftureldingu í fyrra og þurftum að byrja mótið af krafti. Ég hefði bjóst ekki við að þetta yrði svona stór sigur en þetta var okkar dagur en ekki þeirra. Sóknarleikurinn okkar var flottur í dag," sagði Helena. Valur hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2010 sem telst vera löng bið á þeim bænum. Helena segir Val setja stefnuna á toppbaráttuna í sumar. „Við ætlum að fikra okkur nær toppnum en Valur var í fyrra og ætlum að taka þátt í toppbaráttunni," sagði Helena. Rakel Logadóttir: Liðið er ferskara en í fyrra Rakel Logadóttir, fyrirliði Vals, vissi ekki alveg við hverju hún átti að búast fyrir leikinn: „Ég bjóst eiginlega ekki við neinu, við ætluðum bara að vinna þennan leik í dag, við vorum ótrúlega þéttar, vel skipulagðar og þá gerist þetta, mörkin komu þá sjálfkrafa," sagði Rakel. „Mér finnst liðið ferskara en í fyrra og meiri léttleiki í kringum liðið. Við ætlum klárlega að stefna á toppbaráttuna sem verður mjög jöfn í þessari jöfnu deild," sagði Rakel. Elín Metta Jensen átti mjög góðan leik í dag og að sögn Rakelar með sannkallað markanef: „Hún á eftir að halda áfram að skora í sumar".John Andrews: Ræðst ekki í leikjum á móti toppliðunum John Andrews, þjálfari Aftureldingar, taldi lið sitt hafa einfaldlega mætt betra liði í kvöld: „Ég held að lið mitt hafi jafnvel vanmetið Valsliðið. Valsarar spiluðu frábærlega í dag og það verður erfitt fyrir lið að vinna hér í sumar," sagði John. Afturelding náði ekki að ógna Val að neinu ráði í leiknum: „Við náðum ekki að spila sama fótbolta og við höfum sýnt í vetur og við verðum að laga það. Vinnusemin í leikmönnum mínum var samt sem áður til fyrirmyndar en þær mættu einfaldlega frábæru Vals liði í dag. Við munum fara yfir okkar mál og mæta tilbúnar í næsta leik gegn Þrótti," sagði John. „Við erum ekki hrædd við nein lið en okkar tímabil mun ekki ákvarðast á leikjum við liðin í toppbaráttunni heldur á úrslitum við lið sem eru nær okkar styrkleika. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tapa í fyrsta umferð en við munum komast yfir þetta og mæta tilbúin í næsta leik," sagði John bjartsýnn og ákveðinn.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn