Honda Accord ekið 1,6 milljón kílómetra Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2013 10:30 Gamla og nýja Honda Accord Fékk glænýjan Honda Accord af gjöf frá Honda vegna áfangans. Það telst hin þokkalegasta nýting bíls ef honum er ekið sem samsvarar 40 sinnum kringum jörðina, eða 1,6 milljón kílómetra. Það er einmitt vegalengdin sem Honda Accord bíll Joe LoCicero, sem býr í smábænum Norway í Maine-fylki í Bandaríkjunum, hefur lagt að baki. Honda Accord bíllinn er af árgerð 1990 og því 23 ára, en ennþá í fullu fjöri. Honda fyrirtækið brást við þessum áfanga með því að færa Joe glænýjan Honda Accord af gjöf, svo nú á hann tvo slíka og notar þá á víxl. Joe er bílasmiður að mennt og því á eldri Accord bíllinn líklega lengra líf fyrir höndum í meðförum hans. Hann ætlar að eyða góðum parti komandi sumars í að ferðast vítt og breytt um Bandaríkin á eldri Accord bílnum og sýna hann hér og þar á sölustöðum Honda og koma við í verksmiðjunni þar sem hann var smíðaður, því þó að Honda Accord sé japanskur bíll var hann smíðaður í verksmiðju Honda í Ohio í Bandaríkjunum. Þeir eru fáir bílarnir sem náð hafa 1,6 milljón kílómetrunum, eða 1 milljón mílna í Bandaríkjunum. Þó hefur einn bíll mikla sérstöðu en Volvo P1800 bíll Irv Gordon á Long Island hefur verið ekið 3 milljónir mílna. Saab bíl einn af árgerð 1989 hefur einnig náð milljón mílna markinu, sem og einn Mercedes Benz 240D og örfáir fleiri. Honda Accord bíll Joe er reyndar ekki fyrsti Accord bíllinn sem nær þessari tölu en annar slíkur í Columbus af 1991 árgerð Accord LX hefur einnig rúllað sömu vegalengd. Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent
Fékk glænýjan Honda Accord af gjöf frá Honda vegna áfangans. Það telst hin þokkalegasta nýting bíls ef honum er ekið sem samsvarar 40 sinnum kringum jörðina, eða 1,6 milljón kílómetra. Það er einmitt vegalengdin sem Honda Accord bíll Joe LoCicero, sem býr í smábænum Norway í Maine-fylki í Bandaríkjunum, hefur lagt að baki. Honda Accord bíllinn er af árgerð 1990 og því 23 ára, en ennþá í fullu fjöri. Honda fyrirtækið brást við þessum áfanga með því að færa Joe glænýjan Honda Accord af gjöf, svo nú á hann tvo slíka og notar þá á víxl. Joe er bílasmiður að mennt og því á eldri Accord bíllinn líklega lengra líf fyrir höndum í meðförum hans. Hann ætlar að eyða góðum parti komandi sumars í að ferðast vítt og breytt um Bandaríkin á eldri Accord bílnum og sýna hann hér og þar á sölustöðum Honda og koma við í verksmiðjunni þar sem hann var smíðaður, því þó að Honda Accord sé japanskur bíll var hann smíðaður í verksmiðju Honda í Ohio í Bandaríkjunum. Þeir eru fáir bílarnir sem náð hafa 1,6 milljón kílómetrunum, eða 1 milljón mílna í Bandaríkjunum. Þó hefur einn bíll mikla sérstöðu en Volvo P1800 bíll Irv Gordon á Long Island hefur verið ekið 3 milljónir mílna. Saab bíl einn af árgerð 1989 hefur einnig náð milljón mílna markinu, sem og einn Mercedes Benz 240D og örfáir fleiri. Honda Accord bíll Joe er reyndar ekki fyrsti Accord bíllinn sem nær þessari tölu en annar slíkur í Columbus af 1991 árgerð Accord LX hefur einnig rúllað sömu vegalengd.
Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent