Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá.
Þetta kemur fram í Sunnudagsblaði Moggans. Dómarar í Pepsi-deild kvenna fá 15.400 krónur í sinn hlut fyrir leik innanbæjar. Þurfi dómarar að leggja land undir fót, hvort sem er karla- eða kvennamegin, hækka launin.
Launamunurinn er rúm 150 prósent en framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir muninn líkast til svipaðan og hjá leikmönnum í deildunum.
„Það eru bara gerðar meiri kröfur á leiki í karladeildinni," segir Þórir.
Reyndustu dómarar landsins dæma í Pepsi-deild karla. Dómarar í Pepsi-deild kvenna dæma einnig í neðri deildum karlamegin.
Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn
