Handbolti

Sjöundi oddaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonur unnu titilinn í oddaleik í fyrra.
Valskonur unnu titilinn í oddaleik í fyrra. Mynd/Daníel
Fram og Stjarnan spila í dag hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta en bæði lið hafa unnið tvo leiki í úrslitaeinvígi N1 deildar kvenna. Þetta verður í sjöunda sinn í sögu úrslitakeppni kvenna þar sem Íslandsmeistaratitilinn vinnst í oddaleik.

Þrír fyrstu oddaleikirnir unnust á útivelli en heimaliðið hefur haft betur í síðustu þremur leikjum um titilinn þar á meðal þegar Valur vann Fram í fyrra. Enginn oddaleikjanna hefur unnist með meira en þremur mörkum, þrír þeirra unnust á einu marki og einn var tvíframlengdur.

Fram tapaði í oddaleik um titilinn í fyrra en allir fimm markaskorarar liðsins í þeim leik verða með í dag: Stella Sigurðardóttir (6), Elísabet Gunnarsdóttir (6), Sigurbjörg Jóhannsdóttir (4), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir (3) og Sunna Jónsdóttir (2).

Stjarnan hefur verið með í fimm af sex oddaleikjum um titilinn eða öllum leikjum fyrir utan leikinn í fyrra. Tveir leikmenn liðsins í dag voru með í síðasta oddaleik liðsins fyrir ellefu árum en það eru þær Jóna Margrét Ragnarsdóttir og Kristín Jóhanna Clausen.

Leikurinn fer fram í Framhúsinu í Safamýri, hefst klukkan 15.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.

Oddaleikir um Íslandsmeistaratitil kvenna 1992-2013:

25. apríl 1992: Stjarnan-Víkingur 21-24

Markahæstar: Ragnheiður Stephensen 6, Guðný Gunnsteinsdóttir 5 - Halla María Helgadóttir 5, Andrea Atladóttir 5.

20. apríl 1996: Stjarnan-Haukar 18-19

Markahæstar: Ragnheiður Stephensen 5, Guðný Gunnsteinsdóttir 3, Nína K. Björnsdóttir 3 - Judit Esztergal 7, Auður Hermannsdóttir 5.

9. apríl 1997: Stjarnan-Haukar 24-26 (tvíframl. 17-17, 22-22)

Markahæstar: Ragnheiður Stephensen 7, Herdís Sigurbergsdóttir 5 - Judit Esztergal 14, Harpa Melsted 3, Auður Hermannsdóttir 3.

25. apríl 1998: Stjarnan-Haukar 24-23

Markahæstar: Ragnheiður Stephensen 11, Anna Blöndal 7 - Harpa Melsted 9, Judit Esztergal 7.

29. apríl 2002: Haukar-Stjarnan 19-18

Markahæstar: Harpa Melsted 4, Nína K. Björnsdóttir 4 - Ragnheiður Stephensen 5, Halla María Helgadóttir 4.

12. maí 2012: Valur-Fram 24-21

Markahæstar: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 8, Þorgerður Anna Atladóttir 6 - Stella Sigurðardóttir 6, Elísabet Gunnarsdóttir 6.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×