Handbolti

Hanna: Hefð fyrir silfrinu í Safamýri

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Hanna Guðrún í loftinu.
Hanna Guðrún í loftinu. Mynd/Valli
„Við vorum staðráðnar í að bæta fyrir síðasta leik og svo erum við búnar að ræða það að það er komin hefð fyrir því í Framheimilinu að fá silfrið. Við ætlum ekki að breyta því í Safamýrinni,“ sagði Hanna Guðrún Stefánsdóttir eftir sigur Stjörnunnar á Fram í Safamýri í dag.

„Í svona viðureign þýðir ekkert að vera þreyttur. Aðal málið er að hausinn sé rétt skrúfaður á. Hann var ekki alveg nógu fastur síðast en mér fannst við mæta vel til leiks í dag.

„Okkur hefur gengið rosalega vel á útivelli, þar er eiginlega fáránlegt. Við höfum alveg unnið sigra á heimavelli og við ætlum að gera það næst.

„Við þurfum að kíkja á sóknarleikinn. Við frusum aðeins og vorum ekki að leggja okkur 100% í öll skotin. Það vantaði upp á að klára skotin betur.

„Þær bættu í og við gáfum aðeins eftir. Skotin okkar voru ekki nógu góð og mér fannst við kærulausar á kafla,“ sagði Hanna sem telur þreytu engu máli skipta í rimmu liðanna en Stjarnan keyrði upp hraðann í leiknum strax í upphafi á meðan Fram stillti rólega upp í hverja sókn.

„Þær eru með flottan hóp og vel þjálfaðar stelpur. Þetta er hausinn og hvað ætlar þú þér. Ertu tilbúinn að berjast fyrir dollunni,“ sagði Hanna ákveðin og talar af reynslu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×