Golf

Leik frestað í Þorlákshöfn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hvasst er í Þorlákshöfn.
Hvasst er í Þorlákshöfn. Mynd/GSImyndir.net

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fresta leik á öðrum hring á stigamóti unglinga á Íslandsmótaröðinni sem fram átti að fara í Þorlákshöfn í dag.

Mótstjórn sendi frá sér tilkynningu þess efnis fyrir stundu. Veður gerir kylfingum lífið leitt í Þorlákshöfn og er stefnt á að leika síðari hringinn á morgun.

Einhverjir kylfingar höfðu hafið leik í morgun en skor þeirra mun ekki telja. Rástímar dagsins í dag munu gilda á morgun.


Tengdar fréttir

Fór holu í höggi í sínu fyrsta höggi

Ungur kylfingur úr Keili í Hafnarfirði, Bryndís María Ragnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og fór á holu í höggi í sínu fyrsta höggi á fyrsta stigamóti unglinga sem leikið er um helgina í Þorlákshöfn.

Unga kynslóðin fann fyrir vindinum í Þorlákshöfn

Kristján Benedikt Sveinsson úr Golfklúbbi Djúpavogs og Gísli Sveinbergsson úr Keili léku á pari á fyrri hring fyrsta stigamóts sumarins á Íslandsbankamótaröð unglinga í Þorlákshöfn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×