Urriðar að gefa sig þegar veður leyfir 18. maí 2013 23:05 Stórglæsilegur 82 sentímetra höfðingi úr Stöðvarhyl. mynd/Nils Jörgensen Þær fréttir berast að veiðimenn hafi náð litlum árangri á bökkum Minnivallalækjar það sem af er. Drekarnir eru vissulega á svæðinu en veður hefur sett strik í reikninginn. Á vef Strengja segir frá því að meistari Nils Jörgensen var við veiðar í lok apríl og lentu í ævintýrum eitt síðdegið, en sátu lengst af heima í húsi slagviðrisrigningar eða snjókomu. Í bréfi frá Nils kemur fram að hann landaði 82 sentímetra urriða. Félagi hans hafði landað 74 sentímetra fiski og slitið úr öðrum. Annar hafði landað tæplega 6 punda fiski og einnig slitið úr risa. Sá þriðji hafði rétt upp tvo króka í baráttu við stórfiska. Það hefur verið erfitt í Minnivallalæk í vor í kuldanum en þó hafa menn sett í hann einstöku sinnum. T.d. var Nils Jörgensen þar á ferð í lok apríl og hittu vel á það eina síðdegisvaktina, en aðra daga sem þeir voru fóru þeir varla út úr veiðihúsinu vegna veðurs. Þeir sem vilja reyna sig við stórurriðana í Minnivallalæk geta komist til veiða í maí, en farið er að þrengjast um í júní og júlí. Nálgast má veiðileyfi hérna. Af öðrum veiðisvæðum Strengja segir svo frá á heimasíðu: „Það mátti byrja að veiða 1. maí silung í Breiðdalsá en þar hefur verið lítið stundað frá opnun, en þó hitti Súddi staðarhaldari vel á hana um miðja síðustu viku. Þá var hann ásamt einum öðrum veiðimanni á morgunfjörunni og náðu þeir að landa 13 sjóbleikjum og settu í mun fleirri svo hún er allavega mætt á svæðið. Annars lítur mjög vel út með vatnsbúskap í Breiðdalsá í sumar því snjóalög þar í fjöllum eru meiri en sést hefur í mörg ár og ætti að vera nóg vatn megnið af komandi sumri. Eitthvað er laust á topptíma seint í júlí, þar á meðal heilt holl 23-26 júlí sem er einstakt og fyrstur kemur fyrstur fær.“ svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Þær fréttir berast að veiðimenn hafi náð litlum árangri á bökkum Minnivallalækjar það sem af er. Drekarnir eru vissulega á svæðinu en veður hefur sett strik í reikninginn. Á vef Strengja segir frá því að meistari Nils Jörgensen var við veiðar í lok apríl og lentu í ævintýrum eitt síðdegið, en sátu lengst af heima í húsi slagviðrisrigningar eða snjókomu. Í bréfi frá Nils kemur fram að hann landaði 82 sentímetra urriða. Félagi hans hafði landað 74 sentímetra fiski og slitið úr öðrum. Annar hafði landað tæplega 6 punda fiski og einnig slitið úr risa. Sá þriðji hafði rétt upp tvo króka í baráttu við stórfiska. Það hefur verið erfitt í Minnivallalæk í vor í kuldanum en þó hafa menn sett í hann einstöku sinnum. T.d. var Nils Jörgensen þar á ferð í lok apríl og hittu vel á það eina síðdegisvaktina, en aðra daga sem þeir voru fóru þeir varla út úr veiðihúsinu vegna veðurs. Þeir sem vilja reyna sig við stórurriðana í Minnivallalæk geta komist til veiða í maí, en farið er að þrengjast um í júní og júlí. Nálgast má veiðileyfi hérna. Af öðrum veiðisvæðum Strengja segir svo frá á heimasíðu: „Það mátti byrja að veiða 1. maí silung í Breiðdalsá en þar hefur verið lítið stundað frá opnun, en þó hitti Súddi staðarhaldari vel á hana um miðja síðustu viku. Þá var hann ásamt einum öðrum veiðimanni á morgunfjörunni og náðu þeir að landa 13 sjóbleikjum og settu í mun fleirri svo hún er allavega mætt á svæðið. Annars lítur mjög vel út með vatnsbúskap í Breiðdalsá í sumar því snjóalög þar í fjöllum eru meiri en sést hefur í mörg ár og ætti að vera nóg vatn megnið af komandi sumri. Eitthvað er laust á topptíma seint í júlí, þar á meðal heilt holl 23-26 júlí sem er einstakt og fyrstur kemur fyrstur fær.“ svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði