Golf

Fór holu í höggi í sínu fyrsta höggi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Glæsileg byrjun á hringnum hjá Bryndísi
Glæsileg byrjun á hringnum hjá Bryndísi Mynd/GSÍ

Ungur kylfingur úr Keili í Hafnarfirði, Bryndís María Ragnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og fór á holu í höggi í sínu fyrsta höggi á fyrsta stigamóti unglinga sem leikið er um helgina í Þorlákshöfn.

Bryndís María hóf leik á 10. braut Þorláksvallar sem er 108 metra löng par þrjú hola.

Bryndís er í stúlknaflokki og leikur á bláum teigum en hún er í fjórða sæti eftir fyrsta keppnisdag á 83 höggum eða 12 yfir pari.


Tengdar fréttir

Unga kynslóðin fann fyrir vindinum í Þorlákshöfn

Kristján Benedikt Sveinsson úr Golfklúbbi Djúpavogs og Gísli Sveinbergsson úr Keili léku á pari á fyrri hring fyrsta stigamóts sumarins á Íslandsbankamótaröð unglinga í Þorlákshöfn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×