Honda með McLaren í Formúlu 1 Finnur Thorlacius skrifar 19. maí 2013 08:45 Við tilkynningu Honda og McLaren um samstarfið Honda hlýtur að elska Formula 1 keppnina því fyrirtækið ætlar að snúa aftur í fimmta skiptið í þessa stærstu kappaksturkeppni heims á 2015 keppnistímabilinu. Það mun Honda gera í samstarfi við McLaren og verður liðið kallað McLaren Honda. Honda mun sjá um vélina og Hybrid kerfi bílanna en McLaren um undirvagninn og daglegan rekstur liðsins. Honda segir að það sem fékk þá til þátttöku aftur séu breyttar reglur keppninnar strax árið 2014, sem kveður á um að allir bílar keppninnar verði að vera með 1,6 lítra V6 vélar tengdar búnaði sem endurheimtir afl frá bremsun eða hraðalækkun (Hybrid). Þróun slíkrar vélar var of freistandi fyrir Honda og því taka þeir slaginn. Það bendir til þess að Honda ætli að læra heilmikið af þessari þróun og vonandi verður það til þess að ekki ósvipaðar vélar sjáist í framleiðslubílum Honda. Honda tók fyrst þátt í F1 árið 1964 og með eigið lið þá. Lengsta tímabil þátttöku Honda var hinsvegar á árunum 1983 til 1992, en þá útvegaði Honda nokkrum liðum vélar, þar á meðal McLaren og á þessum tíma unnu lið með Honda vélar 6 sinnum. Honda kom aftur milli 2000 og 2005 sem vélarframleiðandi fyrir BAR áður en Honda keypti liðið og rak það milli keppnisáranna 2006 og 2008. Þá kom kreppa og Honda dró sig úr keppninni. Margir munu fagna endurkomu Honda nú og það er líka merki um að bjartari tímar eru nú hjá Honda en á undanförnum árum. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent
Honda hlýtur að elska Formula 1 keppnina því fyrirtækið ætlar að snúa aftur í fimmta skiptið í þessa stærstu kappaksturkeppni heims á 2015 keppnistímabilinu. Það mun Honda gera í samstarfi við McLaren og verður liðið kallað McLaren Honda. Honda mun sjá um vélina og Hybrid kerfi bílanna en McLaren um undirvagninn og daglegan rekstur liðsins. Honda segir að það sem fékk þá til þátttöku aftur séu breyttar reglur keppninnar strax árið 2014, sem kveður á um að allir bílar keppninnar verði að vera með 1,6 lítra V6 vélar tengdar búnaði sem endurheimtir afl frá bremsun eða hraðalækkun (Hybrid). Þróun slíkrar vélar var of freistandi fyrir Honda og því taka þeir slaginn. Það bendir til þess að Honda ætli að læra heilmikið af þessari þróun og vonandi verður það til þess að ekki ósvipaðar vélar sjáist í framleiðslubílum Honda. Honda tók fyrst þátt í F1 árið 1964 og með eigið lið þá. Lengsta tímabil þátttöku Honda var hinsvegar á árunum 1983 til 1992, en þá útvegaði Honda nokkrum liðum vélar, þar á meðal McLaren og á þessum tíma unnu lið með Honda vélar 6 sinnum. Honda kom aftur milli 2000 og 2005 sem vélarframleiðandi fyrir BAR áður en Honda keypti liðið og rak það milli keppnisáranna 2006 og 2008. Þá kom kreppa og Honda dró sig úr keppninni. Margir munu fagna endurkomu Honda nú og það er líka merki um að bjartari tímar eru nú hjá Honda en á undanförnum árum.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent