Nýliðar HK/Víkings voru nálægt því að vinna Breiðablik í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna en þær áttu ekki möguleika í öðrum leik sínum í Vestmannaeyjum í kvöld. Heimastúlkur í ÍBV komust í 3-0 eftir 11 mínútur og unnu að lokum fimm marka sigur, 7-2. Shaneka Jodian Gordon skoraði þrennu fyrir ÍBV.
Shaneka Jodian Gordon skoraði tvö fyrstu mörk leiksins, á 7. og 9. mínútu, og Rosie Sutton bætti síðan við þriðja markinu á 11. mínútu. Það var því strax ljóst í hvað stefndi.
Lið HK/Víkings var 3-1 yfir á móti Breiðabliki í 1.umferðinni þegar aðeins hálftími var eftir en tapaði leiknum 3-4. Hrunið á lokakaflanum í fyrstu umferð virtist greinilega há liðinu á fyrstu mínútum leiksins á Hásteinsvellinum.
Bryndís Jóhannesdóttir skoraði fjórða markið á 38. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir skoraði fimmta markið í upphafi seinni hálfleiks og Ana Maria Escribano Lopez var búin að koma ÍBV í 6-0 á 62. mínútu.
Íris Dóra Snorradóttir og Karen Sturludóttir náði að minnka muninn fyrir HK/Víking í lokin en inn á milli þeirra marka innsiglaði Shaneka Jodian Gordon þrennu sína. Eyjakonur fögnuðu þar með sínum fyrsta sigri í sumar og Eyjaliðin hafa unnið fyrstu þrjá heimaleiki sumarsins.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af úrslit.net.
Nýliðarnir skotnir niður á jörðina í Eyjum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti




Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn