Ólöglegt að aka of hægt á vinstri akrein í Flórída Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2013 08:45 Vonandi fækkar svona háttarlagi með nýju lögunum í Flórída Nýframlagt lagafrumvarp í Flórída í Bandaríkjunum gerir það ólöglegt að aka meira en 10 mílur undir hámarkshraða á vinstri akrein. Geta þeir sem staðnir eru að því átt von á 60 dollara sekt fyrir vikið. Lög þessi eiga að greiða fyrir eðlilegri umferð og stöðva það háttalag sumra að aka svo hægt að aðrir ökumenn þurfa að fara framúr þeim hægra megin eða hreinlega komast ekki framúr. Með því aukist öryggi í umferðinni og skeytingarleysi sumra ökumanna verði minnkað. Ekki er enn búið að samþykkja þessi lög en búist er við því að svo verði. Yrði Flórída fyrsta fylki Bandaríkjanna til að lögleiða slík lög og ekki er vitað til að þau gildi í neinu öðru landi heldur. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent
Nýframlagt lagafrumvarp í Flórída í Bandaríkjunum gerir það ólöglegt að aka meira en 10 mílur undir hámarkshraða á vinstri akrein. Geta þeir sem staðnir eru að því átt von á 60 dollara sekt fyrir vikið. Lög þessi eiga að greiða fyrir eðlilegri umferð og stöðva það háttalag sumra að aka svo hægt að aðrir ökumenn þurfa að fara framúr þeim hægra megin eða hreinlega komast ekki framúr. Með því aukist öryggi í umferðinni og skeytingarleysi sumra ökumanna verði minnkað. Ekki er enn búið að samþykkja þessi lög en búist er við því að svo verði. Yrði Flórída fyrsta fylki Bandaríkjanna til að lögleiða slík lög og ekki er vitað til að þau gildi í neinu öðru landi heldur.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent