Ólöglegt að aka of hægt á vinstri akrein í Flórída Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2013 08:45 Vonandi fækkar svona háttarlagi með nýju lögunum í Flórída Nýframlagt lagafrumvarp í Flórída í Bandaríkjunum gerir það ólöglegt að aka meira en 10 mílur undir hámarkshraða á vinstri akrein. Geta þeir sem staðnir eru að því átt von á 60 dollara sekt fyrir vikið. Lög þessi eiga að greiða fyrir eðlilegri umferð og stöðva það háttalag sumra að aka svo hægt að aðrir ökumenn þurfa að fara framúr þeim hægra megin eða hreinlega komast ekki framúr. Með því aukist öryggi í umferðinni og skeytingarleysi sumra ökumanna verði minnkað. Ekki er enn búið að samþykkja þessi lög en búist er við því að svo verði. Yrði Flórída fyrsta fylki Bandaríkjanna til að lögleiða slík lög og ekki er vitað til að þau gildi í neinu öðru landi heldur. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent
Nýframlagt lagafrumvarp í Flórída í Bandaríkjunum gerir það ólöglegt að aka meira en 10 mílur undir hámarkshraða á vinstri akrein. Geta þeir sem staðnir eru að því átt von á 60 dollara sekt fyrir vikið. Lög þessi eiga að greiða fyrir eðlilegri umferð og stöðva það háttalag sumra að aka svo hægt að aðrir ökumenn þurfa að fara framúr þeim hægra megin eða hreinlega komast ekki framúr. Með því aukist öryggi í umferðinni og skeytingarleysi sumra ökumanna verði minnkað. Ekki er enn búið að samþykkja þessi lög en búist er við því að svo verði. Yrði Flórída fyrsta fylki Bandaríkjanna til að lögleiða slík lög og ekki er vitað til að þau gildi í neinu öðru landi heldur.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent