Frægir flugukastarar heimsækja Ísland Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. maí 2013 00:01 Einn þeirra sem lét Hollywoodstjörnuna Brad Pitt líta vel út i myndinni A River Runs Through It verður í Veiðihorninu um helgina. Tveir af fremstu flugukösturum veraldar, þeir Jerry Siem, yfirstangahönnuður hjá Sage og Simon Gawesworth frá Rio verða á landinu um helgina. Siem og Gawesworth verða gestir árlegra Sumardaga verslunarinnar Veiðihornsins. "Við leyfum okkur að fullyrða að Jerry Siem og Simon Gawesworth eru stærstu nöfn í fluguveiðiheiminum sem komið hafa til Íslands árum saman. Það er okkur mikill heiður að fá þessa menn til landsins," segir í tilkynningu frá Veiðihorninu. Þess má geta að Jerry Siem er meðal þeirra snillinga sem eiga heiðurinn af glæsilegum fluguköstum persónu Brad Pitts og fleiri leikara í stórmyndinni A River Runs Through It. Sumardagar Veiðihornsins eru haldnir í samstarfi veiðivöruframleiðendurnar Sage, Rio og Redington. Nánar segir um Jerry Siem að hann hafi verið með fingurna í grafíti í áratugi. "Óhætt er að fullyrða að enginn veit meira um grafít og flugustangagerð en Jerry. Jerry kastar flugulínu tugi metra án þess að nota flugustöng. Maður sem getur það hefur skilning á eðlisfræðinni og veit hvað skilur á milli góðra flugustanga og annarra," segir Veiðihornið. Þá segir að Simon Gawesworth sé nafnið á bak við Rio flugulínurnar. "Simon er einn virtasti leiðbeinandi í fluguköstum í dag og hefur haldið námskeið og sýningar út um allan heim. Eftir Simon liggur frábært kennsluefni í fluguköstum bæði á bókum og DVD," segir í tilkynningu Veiðihornsins þar sem lofað er fjölmörgum öðrum uppákomum og tilboðum á Sumardögunum. Meðal annarra gesta á Sumardögum má nefna Engilbert Jensen, söngvara og fluguhnýtingameistara og Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistara sem sýna mun hvernig á að heitreykja lax og silung. Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Jöklu Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Besti tíminn laus í Soginu Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði 11 kílóa urriði úr Þingvallavatni Veiði Veiði hafin í Laxá í Mý Veiði Kofinn fluttur frá Hrunakróki Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði
Tveir af fremstu flugukösturum veraldar, þeir Jerry Siem, yfirstangahönnuður hjá Sage og Simon Gawesworth frá Rio verða á landinu um helgina. Siem og Gawesworth verða gestir árlegra Sumardaga verslunarinnar Veiðihornsins. "Við leyfum okkur að fullyrða að Jerry Siem og Simon Gawesworth eru stærstu nöfn í fluguveiðiheiminum sem komið hafa til Íslands árum saman. Það er okkur mikill heiður að fá þessa menn til landsins," segir í tilkynningu frá Veiðihorninu. Þess má geta að Jerry Siem er meðal þeirra snillinga sem eiga heiðurinn af glæsilegum fluguköstum persónu Brad Pitts og fleiri leikara í stórmyndinni A River Runs Through It. Sumardagar Veiðihornsins eru haldnir í samstarfi veiðivöruframleiðendurnar Sage, Rio og Redington. Nánar segir um Jerry Siem að hann hafi verið með fingurna í grafíti í áratugi. "Óhætt er að fullyrða að enginn veit meira um grafít og flugustangagerð en Jerry. Jerry kastar flugulínu tugi metra án þess að nota flugustöng. Maður sem getur það hefur skilning á eðlisfræðinni og veit hvað skilur á milli góðra flugustanga og annarra," segir Veiðihornið. Þá segir að Simon Gawesworth sé nafnið á bak við Rio flugulínurnar. "Simon er einn virtasti leiðbeinandi í fluguköstum í dag og hefur haldið námskeið og sýningar út um allan heim. Eftir Simon liggur frábært kennsluefni í fluguköstum bæði á bókum og DVD," segir í tilkynningu Veiðihornsins þar sem lofað er fjölmörgum öðrum uppákomum og tilboðum á Sumardögunum. Meðal annarra gesta á Sumardögum má nefna Engilbert Jensen, söngvara og fluguhnýtingameistara og Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistara sem sýna mun hvernig á að heitreykja lax og silung.
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Jöklu Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Besti tíminn laus í Soginu Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði 11 kílóa urriði úr Þingvallavatni Veiði Veiði hafin í Laxá í Mý Veiði Kofinn fluttur frá Hrunakróki Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði