Audi quattro sýning á Akureyri Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2013 08:45 Norðlendingum gefst færi á að berja myndarlegustu fjórhjóladrifnu bíla Audi augum á laugardaginn kemur, um sjómannadagshelgina. Miðað við snjóþunga vetrarins er það ef til vill mjög viðeigandi. Höldur á Akureyri mun sýna bílana en Höldur hefur veg og vanda af sölu og þjónustu Audi bíla á norðurlandi. Sýndir verða Audi A6 Allroad, A4 Allroad, A7 quattro, Q3 quattro og Q5 quattro. Fara þar jeppi, tveir jepplingar og tveir upphækkaðir fólksbílar, en allir eiga það sameiginlegt að vera með fullkomið fjórhjóladrif Audi sem prýtt hefur bíla Audi frá 1980. Audi ruddi þá braut að bjóða fjórhjóladrif í fólksbíla, sem margir aðrir bílaframleiðendur hafa síðan tekið upp. Opið verður milli 12 og 16 og verður gestum boðið uppá veitingar hjá Höldi. Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent
Norðlendingum gefst færi á að berja myndarlegustu fjórhjóladrifnu bíla Audi augum á laugardaginn kemur, um sjómannadagshelgina. Miðað við snjóþunga vetrarins er það ef til vill mjög viðeigandi. Höldur á Akureyri mun sýna bílana en Höldur hefur veg og vanda af sölu og þjónustu Audi bíla á norðurlandi. Sýndir verða Audi A6 Allroad, A4 Allroad, A7 quattro, Q3 quattro og Q5 quattro. Fara þar jeppi, tveir jepplingar og tveir upphækkaðir fólksbílar, en allir eiga það sameiginlegt að vera með fullkomið fjórhjóladrif Audi sem prýtt hefur bíla Audi frá 1980. Audi ruddi þá braut að bjóða fjórhjóladrif í fólksbíla, sem margir aðrir bílaframleiðendur hafa síðan tekið upp. Opið verður milli 12 og 16 og verður gestum boðið uppá veitingar hjá Höldi.
Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent