Risalækkun á Tannastaðatanga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. maí 2013 06:45 Tannastaðatangi er tveggja stanga svæði sem býður upp á silungsveiði á vorin og lax á sumrin, Mynd / Lax-á. Verð veiðileyfa á Tannastaðatanga á mótum Sogs og Hvítár hefur verið lækka um 40 prósent. Leigutakinn þakkar lækkunina frumkvæði landeigenda. Þessi góðu tíðindi fyrir veiðimenn eru á vef veiðileyfasalans Lax-ár. Eins og kunnugt er hefur sala veiðileyfa fyrir komandi sumar verði með allra slakasta móti það sem af er. Veiðimenn kenna það hækkandi verðlagi og aflabresti í fyrrasumar. Hér má sjá hvernig sagt er frá lækkuninni á lax-a.is: "Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að í samráði við landeigendur að Tannastaðatanga í Soginu hefur verið tekin ákvörðun um að lækka veiðileyfaverð fyrir komandi sumar. Verðið mun lækka um 40%. Þetta eru frábærar fréttir fyrir veiðimenn en núna er hægt að gera frábær kaup á fínu veiðisvæði með flottu veiðihúsi. Við hjá Lax-á viljum þakka landeigendum á Tannastaðatanga fyrir að sýna frumkvæði og þor til þess að lækka veiðileyfaverðið fyrir veiðimenn.Við vonum svo sannarlega að veiðimenn taki þessu fagnandi og að allar vaktir verði þéttskipaðar á Tannastaðatanganum í sumar. Verðskráin hefur lækkað gríðalega og hér má sjá dæmi.Tannastaðir - Sog 1/4 -30/5 Sil var10.800 Nýtt verð 6.500 14.-30.júní var 12.800 Nýtt verð 7.800 30.-15.júlí var 22.800 Nýtt verð 14.000 15.-31.júlí var 34.800 Nýtt verð 21.800 31.júlí-31.ágúst var 40.800 Nýtt verð 25.000 31.ágúst-10.sept var 28.800 Nýtt verð 17.800 10.-15.sept var 24.800 Nýtt verð 15.000 15.-28.sept var 16.800 Nýtt verð 10.800." Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Verð veiðileyfa á Tannastaðatanga á mótum Sogs og Hvítár hefur verið lækka um 40 prósent. Leigutakinn þakkar lækkunina frumkvæði landeigenda. Þessi góðu tíðindi fyrir veiðimenn eru á vef veiðileyfasalans Lax-ár. Eins og kunnugt er hefur sala veiðileyfa fyrir komandi sumar verði með allra slakasta móti það sem af er. Veiðimenn kenna það hækkandi verðlagi og aflabresti í fyrrasumar. Hér má sjá hvernig sagt er frá lækkuninni á lax-a.is: "Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að í samráði við landeigendur að Tannastaðatanga í Soginu hefur verið tekin ákvörðun um að lækka veiðileyfaverð fyrir komandi sumar. Verðið mun lækka um 40%. Þetta eru frábærar fréttir fyrir veiðimenn en núna er hægt að gera frábær kaup á fínu veiðisvæði með flottu veiðihúsi. Við hjá Lax-á viljum þakka landeigendum á Tannastaðatanga fyrir að sýna frumkvæði og þor til þess að lækka veiðileyfaverðið fyrir veiðimenn.Við vonum svo sannarlega að veiðimenn taki þessu fagnandi og að allar vaktir verði þéttskipaðar á Tannastaðatanganum í sumar. Verðskráin hefur lækkað gríðalega og hér má sjá dæmi.Tannastaðir - Sog 1/4 -30/5 Sil var10.800 Nýtt verð 6.500 14.-30.júní var 12.800 Nýtt verð 7.800 30.-15.júlí var 22.800 Nýtt verð 14.000 15.-31.júlí var 34.800 Nýtt verð 21.800 31.júlí-31.ágúst var 40.800 Nýtt verð 25.000 31.ágúst-10.sept var 28.800 Nýtt verð 17.800 10.-15.sept var 24.800 Nýtt verð 15.000 15.-28.sept var 16.800 Nýtt verð 10.800."
Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði